Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 303
SAM TÍNINGUR
299
Eins og sjá má af lesbrigðaskrá Kálunds, styðst leshátturinn ‘kreppti’
einungis við V, en það handrit var lagt til grundvallar fyrstu útgáfu
Sturlungu; í V virðist standa “krepti” eða “krefti”, en miðstafirnir eru
óvenjulegir, og e. t. v. hefur orðið verið leiðrétt. Guðbrandur Vigfússon
prentaði “krepti” í útgáfu sinni (I, bls. 120) með neðanmálsgreininni
“thus, or krafti Cd”; með “Cd” á Guðbrandur við *Br, sbr. lesbrigði
Kálunds, en í *Br stendur skýrt “kraffte”. Þar eð H hefur “krapte” er
engum blöðum um það að fletta að í uppskrift Björns á Skarðsá hefur
staðið “krapte” eða “krafte”, sem er merkingarleysa. Hins vegar styðja
Guðmundar saga B (GB) og Guðmundar saga C (GC) leshátt 204,
“þurffti”, eins og síðar verður sýnt, þannig að fullvíst má telja að í II
hafi staðið “þvrpti”, en “vr” líklega verið bundið. Björn á Skarðsá
hefur mislesið “þ” sem “k” og væntanlega ‘ur’-band sem ‘ra’-band, en
séra Eyjólfur á Völlum eða skrifari V hefur reynt að laga textann og
villt Sturlunguútgefendur.
í GB (AM 657 c 4to, bl. 29r) er textinn þannig:
ek hefir slikan kost ættlað til iola vistar monnvm sem her hefir
leingi vantt verit Enn hverN vettr fyr hefir þvrftt at sioða til iola
enn nv hefir enzstt vikv leingr ok hefir þo alldri manfleira verit vm
iol enn nv.
Þannig hefur textinn einnig verið í II að því fráskildu að í stað ‘kost’,
‘en’ (á fyrsta staðnum), ‘hefir þurft’, ‘mannfleira’ og ‘jól’ hefur II haft
‘örkost’, ‘ok’, ‘þurfti’, ‘fjölmennara’ og ‘jólin’. Leshættir GB fá stuðning
af I og GC (‘kost’, ‘mannfleira’), GC (‘þurfti’) og GA (‘en’), en á hinn
bóginn fær aðeins einn lesháttur II stuðning af I og GA (‘jólin’). Trú-
lega fer því texti GB næst upphaflegum texta prestssögu Guðmundar í
þessum pósti, því að stemma prestssögunnar er að öllum líkindum þetta
(sbr. Sagas of Icelandic Bishops (EIM VII, 1967), bls. 23):
*PG
GA *X
GB *Sturl.
n r
(GC hefur ekki verið skipað til sætis í stemmanu, en hún er óháð
Sturlungu og varðveittum handritum GA og GB.)
Samkvæmt þessu stemma er texti GA að vísu jafngildur samanlögð-