Gripla - 01.01.1984, Page 304
300
GRIPLA
um vitnisburði Sturlunguhandrita og GB, en í þessum pósti er texti GA
að öllum líkindum spilltur.
Samtengingin ‘en’ getur sem kunnugt er tengt saman bæði hliðstæður
og andstæður, og í umræddum texta (‘en hvern vetr . . .’) tengir hún
saman hliðstæðar aukasetningar; bryti skírskotar til hvors tveggja í
senn venju og þarfar. Þetta hlutverk samtengingarinnar hér virðist hafa
verið óljóst þeim sem settu GA og GC saman, og fyrir bragðið er
textinn töluvert frábrugðinn í báðum þessum gerðum. (I GC er stíl
raunar bylt, þannig að þar kemur fleira til.)
GA (AM 399 4to, bl. 38r):
Ek hefe slikan mat étlat til jola uistar iuetr sem her hefir lenge uant
uerit. En huerN uetr hefir enndz um jol þat er soþit hefir verit. En
nu hefir endz uiku lengr. ok hefir þo alldri uerit slict fiplmenne her
um iolin sem nu.
GC (Papp. 4to nr. 4 (Ca), bl. 30v; AM 395 4to (Cb), bl. 34r):
eg ætladi nu til jola so mikinn kost sem vannt var/ og hefur huornn
vetur þurft [ + ad Cb] sioda j annad sinn/ enn nu hefur ennst/ enn
[og Cb] verid þo micklu mannfleira enn vannt er.
Höfundar beggja þessara texta hafa skilið hliðstæðu aukasetninguna
‘en hvern vetr fyrr hefir þurft at sjóða til jóla’ sem aðalsetningu, en
þeim hefur báðum þótt hún vera óskýr, og því hafa þeir breytt henni —
hvor með sínum hætti. Misskilningur skrifara hefur þannig valdið texta-
spjöllum í báðum þessum gerðum sögunnar.
Textaspjöllin í útgáfum Sturlungu, sem um var fjallað framan af
þessu greinarkorni, eru hins vegar af öðrum toga spunnin. Útgáfa Bók-
menntafélagsins (1817-20) var gerð úr garði fyrir daga vísindalegrar
textarýni; hún er að mestu reist á V, sem hefur einna lakastan texta
þeirra Sturlunguhandrita sem sjálfstætt gildi hafa, og lesbrigði útgáf-
unnar eru valin úr enn lélegri handritum. Guðbrandur Vigfússon þekkti
öll mikilvægustu handritin og gerði sér grein fyrir flokkun þeirra í
megindráttum (sbr. útgáfu hans, I, bls. clxxi-clxxix). Höfuðmarkmið
hans var að birta texta II — að mestu eftir *Br, eins og áður segir, þar
sem leifum II er ekki til að dreifa. Guðbrandur hafði undirbúið Sturl-
unguútgáfu meðan hann átti heima í Kaupmannahöfn fyrir 1864 og
notaði handritasöfn í Danmörku og Svíþjóð 1874-75 (sbr. Andvara
1894, bls. 18), en þegar hann gekk frá textanum til prentunar var hann