Gripla - 01.01.1984, Síða 306
302
GRIPLA
forriti hefði staðið “ref”- (með ‘e’ fyrir ‘ei’, eins og stundum er í göml-
um handritum) og slíkur ritháttur orðið til að villa skrifarann.
Önnur leiðréttingartilgáta er þó líklega nærtækari, þ. e. að hér eigi
að standa “hressazt”, og væri þá mislesturinn einungis í því fólginn, að
skrifari hefði í forriti mislesið ‘ff’ sem ‘11’; ‘f’ forritsins hefur þá vænt-
anlega aðeins náð niður í línu, eins og ‘l’, en ‘f’ skrifarans (Orms Lofts-
sonar á 15. öld) teygir sig niður fyrir línu.
Samkvæmt vitnisburði orðabóka er það oftast fólk eða annað lifandi
sem hressist (upp), en Guðbrandur Vigfússon og Fritzner hafa báðir í
orðabókum sínum dæmi um að ‘hressa’ sé notað um viðgerð húsa:
bað Guðmundr biskup Sigurð, at hann skyldi ráðast norðr til
Munkaþverár ok hressa staðinn, er mjök var af sér kominn at hús-
um.
Þetta er úr íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar, og textinn er tekinn
upp í orðabækurnar eftir tveimur elstu útgáfum Sturlunga sögu (1817-
20 og 1878), en þær eru reistar á handritum runnum frá Reykjarfjarðar-
bók (sbr. útgáfu Kálunds (1906-11) I, bls. 271). í Króksfjarðarbók
Sturlungu stendur hins vegar “reisa” í stað ‘hressa’, sbr. útgáfu Kálunds,
og sú sögn er höfð í útgáfu Jóns Jóhannessonar o. fl. (1946).
Eflaust er ‘hressa’ upphaflegri lesháttur á þessum stað í íslendinga
sögu, því að sú sögn er í texta Guðmundar sögu A (sbr. Guðmundar
sögur biskups I (EA A6, 1983), c. 123), en stuðningur hennar við annan
handritaflokk Sturlunga sögu er oftast traust kennimark um upphaf-
legan texta (sbr. stemma í greininni hér á undan).
I Guðmundar sögum B og D er hliðstæðu umræddrar málsgreinar
ekki að finna, en hins vegar í Guðmundar sögu C (Papp. 4to nr. 4, bl.
37v), þar sem talað er um að ‘hressa upp staðinn’, sem er hliðstætt því
orðalagi sem ætla má að hafi verið í Páls sögu. Papp. 4to nr. 4 (sem er
eina handrit Guðmundar sögu C, sem til er að dreifa á þessum stað), er
að vísu frá 17. öld, en það á rætur að rekja til miðaldahandrits.
Guðbrandur Vigfússon nefnir í orðabók sinni ‘hressa upp’ í merking-
unni ‘to restore a building’ og vísar þar til AM 623 4to, bls. 14, þar sem
stendur:
. . . sia goþ niþiijr domi(tian)us lét niþr briota allar kirk[ior þ]er er
iþessom svéitóm varo en nv vil ec þess [biþija yþr at er latit þer vp
ressa jollom þeim heroþom er vndir yþr ero. . . . En siþaN varo
kirk(i)or vpp reistar. sva sem postolinn béiDi.