Gripla - 01.01.1984, Side 309
SAMTÍNINGUR
305
Nýsmíðarmerkinguna getur no. ‘uppreist’ einnig haft, sbr.
þar var eitt nytt hus j upp reist ok smidr at verki sino (Drauma-
Jóns saga, útg. R. I. Page, Nottingham Medieval Studies I (1957),
bls. 40).
Sömu merkingu hefur ‘uppreist’ væntanlega í ‘uppreistarsaga’, en það
orð er haft um sköpunarsöguna (liber genesis), sbr. t. d.
Sva seger i upreístar srogo at i uphafe scapaþe guþ himin oc iorþ
(Homiliu-bók, útg. Wisén (1872), bls. 25).
Oftar virðist þó ‘reisa upp’ haft um að endurreisa það sem áður var
fallið eins og í dæmi Fritzners úr Ólafs sögu helga, sem tekið var upp
hér að framan. Svo er t. a. m. á eftirtöldum stöðum:
. . . allar borgir oc bei i sinv riki let hann efla oc vpp reisa ef aðr
vorv niðr fallnar eða fyrndar (Stjórn, útg. Unger (1862), bls. 570;
sbr. einnig bls. 636).
Sidan snua þeir brædr til eÍNar audrar borgar. ok reisa hana vpp.
ok byggia hana (Gyðinga saga, útg. Guðmundur Þorláksson (1881),
bls. 39).
. . . fór hann um öll heruð Hispanie ok endrbœtti kristnina, þar sem
(+ þess b) þurfti, en reisir upp klaustr ok kirkjur, þær (b\ þar B)
sem Agulandus ok sonr hans Jamund hafði (höfðu b) áðr niðr
brotit (Karlamagnús saga, útg. Unger (1860), bls. 263).
Sums staðar kann þó að vera mjótt á mununum hvort ‘reisa upp’
merkir að endurreisa frá grunni eða gera við, sbr. t. a. m.
. . . uilium uer nu snua ollu lidi uaro til Iorsala borgar. ok reisa
hana vpp. styrkia hana. ok reinsa. ok sua þa hina helgu stadi. sem
þar ero saurgadir ok spilltir (Gyðinga saga (1881), bls. 16-17).
Líku máli getur gegnt um no. ‘uppreising’:
þvi skolv þer nv . . . giallda aptr tekit fe til vppræisingar oc gndr-
bætingar [lat. ad instaurationem 4 Reg 12,7\ hravrnaðra hlvta
(Stjórn (1862), bls. 632).
Hér má bæta því við, að framar í sama kafla Stjórnar er so. ‘instau-
rare’ þýtt ‘endrbœta’ og ‘bœta at’, þannig að ‘uppreisingar’ virðist vera
viðbót þýðanda, enda er þýðingin ekki nákvæm; ‘hrþrnaðra hluta’ sam-
svarar ‘templi’ í biblíutextanum.
Gripla VI — 20