Gripla - 01.01.1984, Síða 310
306
GRIPLA
Niðurstaða þessarar litlu athugunar er sú, að örugg dæmi um ‘hressa’
í merkingunni að gera við hrörleg mannvirki séu í íslendinga sögu
Sturlu Þórðarsonar og í Trójumanna sögu, og trúlega er orðalagið
‘hressa upp’ í Guðmundar sögu C komið upp fyrir lok miðalda, enda
fær það stuðning af no. ‘upphressing’.
‘Reisa upp’ hefur víðtækari merkingu en ‘hressa (upp)’, og merkingar
þessara tveggja orðasambanda virðast geta skarast. Því er ekki einsýnt
hvor sögnin muni vera upphafleg í Jóns sögu postula, sem vitnað var
til hér að framan.
í orðum Páls sögu eremita, sem urðu tilefni þessara skrifa, fær hvor
sögnin sem er e. t. v. staðist, en notkun miðmyndar er vísbending um að
‘hressask’ sé þar upphaflegur lesháttur, enda væri þá um minnstu hugs-
anlega misritun að ræða; að borgir ‘hrellisk upp’ nær engri átt.
Að lokum vil ég þakka Helle Degnbol AMKO og Guðrúnu Kvaran
OH fyrir liðsinni og þarfar ábendingar.
PÁFAVILLA ARA FRÓÐA
í varðveittum texta íslendingabókar er sú alkunna villa að Leó
sjöundi er sagður hafa verið páfi þegar ísleifur var vígður til biskups.
Reyndar mun Ari hafa nefnt Leó níunda, eins og gert er í Kristni sögu,
Haukdæla þætti og Jóns sögu helga. í Hungurvöku segir að ísleifur hafi
farið ‘til fundar við Leonem páfa’ áður en hann var vígður, en þar er
Leó ekki tölusettur.
Hins vegar lést Leó páfi níundi í apríl 1054 eftir að hafa verið páfi
í fimm ár. Þá var páfalaust í eitt ár uns Viktor annar vígðist til páfa í
apríl 1055, en hann var páfi rúm tvö ár. Viktor hefur því verið páfi
þegar ísleifur vígðist, því að enginn vafi leikur á að það var 1056 (sbr.
Hans Bekker-Nielsen, ‘Hvornaar blev ísleifr Gizurarson bispeviet?’,
Opuscula I (BA XX, Kh. 1960), bls. 335-38).
Árni Magnússon leitaðist við að skýra þessa missögn íslendingabókar
á þann veg að ísleifur hefði í rauninni fundið Leó páfa í Róm; það hefði
Ari vitað, en ekki athugað að annar páfi var tekinn við áður en ísleifur
vígðist (Árni Magnússons levned og skrifter II (Kh. 1930), bls. 75—77).
Svipaða skýringu er víðar að finna, síðast — með fyrirvara — hjá
Jakobi Benediktssyni (íslendingabók, Landnámabók (ísl. fornrit I, Rv.