Gripla - 01.01.1984, Page 311
SAMTÍNINGUR
307
1968), bls. 21), en B. Kahle taldi óhugsandi að tvö ár hefðu liðið á milli
Rómardvalar ísleifs og biskupsvígslu hans (Kristnisaga, Þáttr Þorvalds
ens víðjgrla, Þáttr Isleifs biskups Gizurarsonar, Hungrvaka (Altnord.
Saga-Bibliothek 11, Halle a.d.S. 1905), bls. 91).
Aðra skýringu er að finna hjá Birni Sigfússyni, sem taldi að missögn
í kirkjusögu Adams frá Brimum hefði villt Ara (Um íslendingabók (Rv.
1944), bls. 27-28), en sú skýring þótti Jakobi Benediktssyni hæpin
(áðurn. rit, bls. xxiv-xxv).
A minnisblaði meðal fyrirlestra og athugana Jóns Jóhannessonar,
sem Guðrún P. Helgadóttir varðveitir, hefur Jón vísað til skýringar
Björns Sigfússonar og bætt við: “Líklega hefur Ari ekki haft sagnir um
nafn páfans, sem ísleifur heimsótti, heldur farið eftir erl. heimildum,
sem reyndust rangar.” A sama blaði tekur Jón Jóhannesson upp um-
mæli íslenskra annála um páfana Leó og Viktor. Samkvæmt þeim var
Leó páfi í fimm ár frá 1052 (Resensannáll, Hpyersannáll og Flateyjar-
annáll), þ. e. 1052-57, og Viktor páfi í tvö ár frá 1056 (Resensannáll
(og Oddverjaannáll ?)), 1057 (Hpyersannáll og Flateyjarannáll) eða
1058 (Lögmannsannáll).
Hér að framan var getið skýringar Árna Magnússonar á því að Ari
nefnir Leó páfa, en í framhaldi af henni hefur Árni skrifað: “NB ad gá
ad hvert obitus Leonis og introitus Victoris ii. standa i nockurum Js-
lendskum Annalum.” (AM 364 4to, f. 256; sbr. áðurn. rit, bls. 77).
Síðar hefur Árni flett upp í annálum og fundið Viktor í Flateyjarannál
og Lögmannsannál (eða raunar uppskrift hans, sem hann kallar Skál-
holtsannál), en hins vegar segir Árni ranglega að Resensannáll hafi ei
neitt um Leó og Viktor.
í minnisgreinum sínum settu hvorki Árni Magnússon né Jón Jóhann-
esson fram ályktanir af þessari samsvörun íslendingabókar og annála,
en af þeim ummælum Jóns Jóhannessonar sem hér vóru tekin upp liggur
nærri að ráða að honum hafi þótt trúlegt að sama heimildin hafi legið
að baki annálunum á þessum stað og ummælum Ara um Leó páfa, og
ekki er ósennilegt að sama hugmyndin hafi hvarflað að Árna.
Páfatöl hafa vafalítið borist snemma til íslands; successio apostolica
hefur ekki síður þótt mikilvæg en konungatöl. En yfirleitt hafa páfatöl
(og konungatöl) verið að heita má án ártala; svo er a. m. k. um íslensk
páfatöl sem varðveist hafa frá miðöldum. Á hinn bóginn var oft til-
greindur stjórnartími hvers páfa (ár, mánuðir og dagar, þegar best lét),
þannig að ef fenginn var fastur tímapunktur var hægt að gera sérstakan