Gripla - 01.01.1984, Page 312
308
GRIPLA
páfaannál úr slíku páfatali ellegar að taka páfaröð upp í annál sem tók
til fleiri efnisþátta. Þetta hefur verið gert í þeim annál sem liggur að
baki elsta annálahópnum íslenska, Resensannál, Forna annál og
Hpyersannál, og þeim annálum sem þeim tengjast (sbr. Islandske anna-
ler, útg. Gustav Storm (Kristjaníu 1888), bls. Ixxxii).
Eins og Storm benti á, eru flestar ársetningar páfa í annálagreinunum
rangar fram undir 1060, og skakkar oft mörgum árum, enda var hætta
á slíkum villum vegna misritunar á lengd stjórnartíma, mislestrar og
reikningsvillna, þegar páfatal var fært í annálsform. (Frá 1058 skakkar
sjaldnast meira en einu ári, og mörg ártölin eru rétt.)
Sú tilgáta finnst mér mjög trúleg, að samband sé á milli páfavillu
Ara fróða og skakkra ársetninga íslenskra annála á páfavígslum. Sé hún
rétt, er hún stuðningur við þá hugmynd að frumstofn — eða einn af
frumstofnum — íslenskra annála eigi rætur að rekja aftur á fyrri hluta
12. aldar.
S.K.
LEIÐRÉTTINGAR
Gripla IV, 1980, bls. 62 § 127. Hér hafa orðið mistök í prentun, að röng
lína hefur komizt inn í stað miðlínunnar. Greinin er rétt þannig: 127. S:
Olavi Historia qvando scripta sit, vide Verelii notas ad Historiam Goth-
rici et Hrolfi p: 86. Snorrone antiqviorem esse ait Notis in Historiam
Hervoræ p: 40. vid: p: 79. b.
^ J.H.
í ritgerð minni, Annálar og íslendingasögur (Gripla IV, bls. 295-319)
eru talin 46 ártöl frá söguöld, og er þá miðað við fjóra annála sem taldir
eru elstir (I-IV í útgáfu Storms). Rétt hefði verið að geta þess að í yngri
annálum eru til viðbótar nokkur ártöl frá söguöld sem efalaust eru
fengin úr íslendingasögum.
í Skálholtsannál (V í útgáfu Storms) stendur við árið 1000: “Undur
að Fróðá”. Ártalið er auðreiknað eftir Eyrbyggju (“Sumar það er
kristni var í lög tekin á íslandi” o. s. frv.). Undranna er einnig getið í