Eimreiðin - 01.06.1922, Page 16
EIMREIÐIN
Hákarlaveiðin.
Saga.
Guðm. G. Hagalín.
Strendur Hamrafjarðarins eru víð'
ast grýttar og sæbrattar. Sumstaðar
eru hamrar alt í sjó fram. Að eins
á stöku stað skerast litlar sandvíkur
inn í strandlengjuna, og þröng dal*
verpi kljúfa fjallgarðinn. Ein af vík-
unum er Sandbótin. Þar eru allgóðar
lendingar og útræði mikið, því að
fjörðurinn er fiskisæll mjög. Ofan við
bótina stendur bær í dalmynninu. Er
hann samnefndur bótinni og á bóndinn
þar strandlengjuna á all löngu svaeði-
Afar lengi hefir sama ættin búið i
Sandbóli. Bændurnir þar hafa allir
verið dugandi menn, búforkar miklir til lands og sjávar. Flestir
hafa þeir verið miklir vexti og stórskornir nokkuð. Afl sitt og
vöxt hafa þeir þakkað lýsisdrykkju og seláti. Og fáum hefir
þótt henta vinnulag þeirra eða vinnutími.
Nú býr í Sandbót Þórður bóndi Sighvatsson. Er hann mikiH
maður og sterkur og enginn eftirbátur feðra sinna. Vel er
hann fjáður og hefir mikið vald í sveitinni, þó að sjaldan tah
hann á mannfundum eða sækist eftir virðingu manna. Fara
af honum ýmsar sögur og sumar þannig að best mun að hafa
eigi hátt um þær. Eina þessara sagna hef eg heyrt nýlega, og
mundu ef til vill sumir segja, að best væri að láta hana kyrre
liggja. En bæði treysti eg því, að íslensk yfirvöld hreyfi ekki
málinu og að sagan fljúgi eigi út yfir hafið. En víst er þa^'
að Þórður mun verða mér þungur í skauti, þá er fundum
okkar ber saman. Samt skal nú á það hætt og auðna látin ráða-