Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Page 18

Eimreiðin - 01.06.1922, Page 18
146 HÁKARLAVEIÐIN EIMREIÐIN og aðrir áttu fátæka foreldra. Allir vissu að mikið var í húfi, fyrst veiðarfærin og fiskurinn á þeim og síðar að líkindum allur haustaflinn. Sennilegast var að botnvörpungurinn skildi eigi fyr við fjörðinn en þar fyndist engin fiskbranda. Og svo var orðið áliðið hausts, að varla varð búist við nýrri göngu. Allir mundu þeir það, að botnvörpungar höfðu oftar en einu sinni veitt fjarðarbúum þungar búsifjar og gert margt heimilið bjargarlaust. En sjaldan höfðu þeir þó hætt sér svona langt inn í fjörðinn. — Fari hann í logandi helvíti! sagði gamall maður, herði- breiður, sem reri í hálsi. — Betur að þú værir bænheitur, Gvendur, sagði sessu- nautur hans, lítill maður snarlegur og skarplegur. En Þórður lagði ekkert til málanna. Sat hann grafkyr, kross- lagði handleggina á brjóstinu og beit á kampinn. — Stattu upp Gunnbjörn, sagði hann stuttlega við sessu- naut Gvendar. — Vittu hvort þú sérð ekki duflið! Gunnbjörn stóð stirðlega á fætur. Sjóbrókin skrjáfaði og Gunnbjörn togaði hana uppundir hendur. Gvendur studdi árarnar á meðan, en hætti að róa. — Sérðu nokkuð? sagði Þórður óþolinmóður. — Nei, ekki enn, bíddu nú dálítið. En það andskotans myrkur! ]ú, þarna sé eg það. Minna á stjór! Nú hlýtur þú að sjá það sjálfur, Þórður, rétt framundan á stjór! Þórður kom auga á duflið og benti með hendinni, til þess að leiðbeina ræðurunum. Duflið kom nær og nær, tjörguð byða með rauðum fána- — Svona nú, sagði Þórður, og hásetarnir sleptu annari hend- inni af árinni og litu um öxl, til þess að svipast um eftir duflinu- — Meira þið þarna á bakborða, stingið þið við á stjór, kallaði Þórður argur. Nú var báturinn kominn að duflinu. Miðskipsræðararnm lögðu upp árarnar. Annar þeirra settist bakborðsmegin, skaut beitufjöl á milli þóftanna og tók að skera kúfisk. Hinn tók duflið og fór að draga. Þórður færði sig fram að öftustu þóh' unni og sat þar á hástokknum stjórnborðsmegin. — Finst þér ekki alt eðlilegt Bjössi? sagði sá, er beituna skar, við þann, sem dró lóðina.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.