Eimreiðin - 01.06.1922, Page 22
150
HAKARLAVEIÐIN
eimreiðin
Þá er áttæringurinn var kominn í framfjöru, hélt Þórður til
bæjar. Bað hann áður menn sína að búast sem skjótast til ferð-
ar, því að nú fengju þeir einusinni að eiga svo um munaði við
erkióvin sinn hákarlinn og gjalda honum margt grátt gamanið.
Þegar fulldimt var orðið, kom Þórður á ný til manna sinna.
Fljótlega hafði það borist milli búðanna, að eitthvað mundi á
seiði hjá Þórði. Allir voru illa haldnir af forvitni. Hákarlaveiði?
Nei, alveg ómögulegt. Hákarl var ekki að mun í firðinum
um þetta leyti, enda ekkert gert til að lokka hann inn, því
að engi þótti hann aufúsugestur, meðan þorskveiðar voru stund-
aðar. Ekkert hafði verið búið undir hafróður, svo að slíkri för
gat ekki verið til að dreifa. Um kaupstaðarferð gat alls ekki
verið að ræða, því að ekki hefði Þórði átt að vera nein laun-
ung á slíku. Og ekki þurfti til þess þrjár skipshafnir — oS
nóg var að hafa tvær í hákarlalegu. Eitthvað var bogið við
þetta. Þrjár skipshafnir í besta og blíðasta veðri eitthvað út í
fjörðinn — það var víst einsdæmi og síst að undra þótt mönn-
um þætti það kynlegt.
— ]æja piltar, sagði Þórður, þegar hann kom fram í fjör-
una, þar sem hópurinn stóð — eruð þið nú tilbúnir?
— Já, við erum víst allir tilbúnir, sagði Andrés formaður.
Mannþyrpingin í fjörunni varð þéttari og þéttari, uns allir
vermennirnir voru þarna saman komnir. Hvíslingar fórir um
allan hópinn, og ein ágiskunin kom fram annari fjarstæðari.
Þótt einhver hefði grun um hinn sanna tilgang fararinnar, Þa
þorði sá hinn sami síst að ympra á því.
— Ertu á leið í hákarlalegu, Þórður? mælti Gísli á Eyn
og skyrpti út úr sér munntóbakstuggu.
— Ojá, sagði Þórður, sem var að troða neglunni í bátinn.
— »Ok veidduð þér þá menn«, mælti Njáll forðum — eða
hvort vilt þú at ek Ijái þér fararbeina nokkurn at þessu sinni ?
— Vil ek víst, sagði Þórður og glotti. Virtist honum eið1
vel um gefið hjal Gísla, þótt tæki hann þann kostinn, a^
bregða á hið sama og hann.
Vermennirnir stóðu hljóðir umhverfis meðan þeir áttu tal
saman, Gísli og Þórður. En tvíræð voru augnatillitin, er skut-
ust undan hattbörðunum í dimmunni.