Eimreiðin - 01.06.1922, Side 23
eimreiðin
HÁKARLAVEIÐIN
151
Qísli þaut til búÖar sinnar og bátnum var hrundið fram.
Bað Þórður menn sína bíða í fjörunni, uns Gísli kæmi og
hafa hönd á bátnum. Sjálfur settist hann í skut, tók stýri og
stjórnvöl og lagði hvorttveggja þvert um kné sér.
Innan skamms kom Gísli og var þá ýtt á flot. Atta menn
settust undir árar, en sex sátu auðum höndum. Þórður stýrði.
Báturinn skreið fram úr víkinni, og Þórður vék honum inn
a við. Hann stóð upp og svipaðist um. Þarna greindi hann
kolsvart ferlíki. Það var botnvörpungurinn. Þá var stefnan
I^ndin og Þórður settist niður.
— Látið ekki ýskra í keipunum, sagði Þórður lágt, en þó
svo skýrt, að allir í bátnum heyrðu orð hans. Þungur hreim-
ui' var í röddinni.
Haldið var nú áfram um hríð, án þess að nokkur mælti
orð frá vörum. Logn var og loft skýjað. Við og við blikaði stjarna
1 i'ofi. Alt var hljótt. Að eins áraglamið, hóglátt og hvíslandi,
rauf þögnina, sem var ögrandi og óvenjuleg. Margir menn
róa ekki steinþegjandi leiðar sinnar, nema eitthvað mikið sé
ú seiði.
Brátt var leiðin því nær á enda. Að eins nokkrir faðmar
v°ru eftir að botnvörpungnum. Ekkert ljós var þar sjáanlegt
°9 engin minsta hreyfing.
Enginn mælti nú orð frá vörum í bátnum. (Jndarleg tilfinn-
ln9 hafði gripið hásetana. Þeir höfðu nú fengið fulla grein
fVrir því, sem þá hafði áður grunað. Og sambland af kvíða,
®fintýraþrá og hefnigirni fjötraði nú hug þeirra. Hjörtu
toirra börðust ótt og títt undir óhreinum strigatreyjunum, þeir
flrukku saman við hvert hið minsta hljóð, þeim var erfitt um
andardráttinn og augun flöktu fram og aftur.
Þórður gaf þeim bendingu um að hafa hljótt um sig og
hvesti nú augun í áttina tif skipsins.
Alt í einu sást hreyfing á framþiljunum. Maður hljóp aftur
eft'r, áleiðis til stjórnpallsins.
Þórður stóð upp, lét Gísla taka við stjórninni og þreif ár
af beim hásetanum, sem næstur réri á stjórnborða. Augu hans
^ndruðu, og hreyfingarnar voru snöggar og fjaðurmagnaðar.
tiann hóf upp árina, miðaði henni eitt augnablik og skutlaði
enni síðan í áttina til skipsins. Maðurinn, sem kominn hafði