Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Síða 25

Eimreiðin - 01.06.1922, Síða 25
eimreiðin HÁKARLAVEIÐIN 153 — Komdu hérna Gísli, og haltu honum. Þú ert líklega fær um það. Ekki þarf að leita á greyinu, svo er hann nú fá- Wæddur. Gísli kom og tók hendur Englendingsins aftur fyrir bakið. Hélt hann þeim eins og í járnklípu. Þórður gekk út á stjórnpallinn og kallaði til manna sinna: — Farið nú nokkrir og kastið vörpunni með hlerunum og öllu fyrir borð! En gætið þess samt vandlega, að hásetarnir l<omist ekki upp! Síðan fór hann aftur inn í klefann og staðnæmdist frammi fyrir Englendingnum. — Kaptein? sagði hann spyrjandi. Englendingurinn kinkaði kolli. -— Allright, þá byrjum við! og Þórður kinkaði kolli til Gísla. Síðan tók hann upp peningabuddu sína. Hann opnaði hana °9 tók úr henni 5 krónu seðil. Því næst sýndi hann skipstjór- anum seðilinn. — Kaptein, einn, tveir, þrír, fjórir .... sagði Þórður, Hldi á fingrum sínum og benti á seðilinn. Skipstjórinn hristi höfuðið og tautaði eitthvað þrjóskulega. En Þórður lét sér ekki segjast. Hann hvesti augun á Eng- lendinginn, tók í öxl honum og hristi hann. Skipstjórinn rak UPP öskur — og Gísli hefir sagt svo frá, að hræddur sé hann Uiu það, að Þórður muni eigi hafa látið sér nægja að klípa ' skyrtuna eina. Þvínæst greip Þórður annari hendi í hálsmál skipstjóranum, eu hinni milli fóta honum og hljóp af stað með hann út á sljórnpallinn. Englendingurinn rak upp öskur, er hann sá 9'vtta í lygnan sjóinn. Gerði hann nú Þórði skiljanlegt, að hann vildi borga. Linaði þá Þórður takið og dró skipstjórann lnu með sér. Fóru þeir síðan ofan í skipið, en Gísli beið uPpi á meðan. Innan skamms komu þeir upp aftur, og hélt skipstjórinn á yeski í annari hendinni. Hann gekk hægt og virtist nú fylli- Ie9a rólegur. Upp úr veskinu dró hann þykkan böggul af Seðlum, er hann fékk Þórði. Tók hann við þeim og taldi þá. Síðan kinkaði hann kolli og glotti.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.