Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Page 27

Eimreiðin - 01.06.1922, Page 27
EIMREIÐIN Bókasafn hins hégómagjarna. Eftir Tómas De Yriarte. (Spánskt) Hann átti miklu meira fé en vit, — því mörgu flóni brosir auðsins dís. — Hann reisti hús með hvers kyns skraut og glit, sem heimskan kýs: »Já, gull er húsið! greifasetri jafnt«, kvað granni hans: »og víða ber þitt nafn; en breyting ein, sem bætti’ og prýddi samt er bókasafn. Því þótt þú lesir hvorki bók né blað og bókalestur skapi’ ei hagfræðing, þá eitt er víst: það upphefð veitir samt sem auglýsing«. »Já, þetta ráð er gagnlegt, gott og rétt (hví gat mér ekki sjálfum hugkvæmst það?) Og bókastofan björt og stór skal sett á besta stað. Þar læt eg smíða hyllur, skápa’ og hólf; með heimsins bestu ritum skal það fylt. Já, langs og þvers frá lofti nið’r í gólf, alt logagylt. Og eg á þjón, sem þykir bestum jafn að þekkja bækur — aldrei svíkur mann. — I kaupstaðinn að sækja valið safn eg sendi hann«.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.