Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Page 30

Eimreiðin - 01.06.1922, Page 30
EIMREIÐIN Þjóðsögur. [Vmsum mun kunnugt, aö Sigfús Sigfússon á Eyvindará hefir um afar langt skeiö safnað íslenskum þjóðsögum og þjóðlegum fróðleik. Mun hann hafa í hyggju að gefa út safn sitt þegar um hægist, og er það afarmikið verk. Eimreiðin hefir fengið frá höf. þessi sýnishorn, og býst við að lesendunum muni getast vel að frásagnarstíl höf. og fýsa að sjá fleira frá hans hendi af svipuðu tæi. M. J.J Vafrastaðir. [Eftir sögusögn ýmsra á Berufjarðarströnd og víðar. Það haft, er einn sagði öðrum framar.J Vsti bær á Ðerufjarðarströnd í Suður-Múlasýslu er nú á dögum kall- aður Streyti, en í elstu ritum Stræti. Enda mun mörgum sýnast það vel fundið nafn, því bærinn stendur á mar- flatri landræmu við sjóinn; en hamra- flug eru að ofan. Sýnist þetta þegar komið er innan af ströndinni all líkt strandgötu í bæ, sem þó er yfirstráð af stóru grjóti ofan frá. Framan við túnið, á bæ þeim, sem nú er, eru vallgrónar, fornar bæjarrústir, sem kallast Vafrastaðir. Þar upp undan á fjallinu gnæfir hið geigvænlega Gnap- horn. En fram undan, austur í sjóinn, gengur lágur skerja- garður, klæddur sæurtum, er sauðfé sækir mjög á. Hefir hann reynst fjárhættur mjög í brimum, af því hann er svo lágur. Einusinni í fyrndinni bjó bóndi nokkur á Vafrastöðum- Hann átti geisimargt sauðfé. Var sú aðal orsök til þess, að hann átti fóstru framsýna og fjölvitra, er ætíð kom á réttar- vegg, þegar hann tók fé til skurðar, og sagði honum hvað af fénu myndi lifa af veturinn, og sýndi honum það, er drepast mundi. Lógaði bóndi því og misti því aldrei kind. Þessu hélt

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.