Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Side 35

Eimreiðin - 01.06.1922, Side 35
EIMREIÐIN HANNES STUTTI 163 míns, sem vissi vel, að sagan í þessari mynd var tómur upp- spuni, þótt hann af góðmensku sinni hlýddi á hana og and- mælti ekki. Þótt Hannes stutti raupaði af hugrekki sínu sjálfur, fjekk hann ekki orð fyrir það hjá öðrum. Hann var t. d. sagður afarsjóhræddur. Þó mun hann hafa róið nokkrar vertíðir. En lítil höpp þóttu standa af honum sem sjómanni. Svo kvað Einar á Harastöðum: „Blessun flúöi blakkinn sjós í Bervíkinni, þegar Hannes happaþunni honum reiö á saltri Unni. Aldrei meiri fiskifæla frelsiskvikul skinna boriö hefir hökul heims um aldur kringum ]ökul“. Líka hygg eg, að Hannes hafi róið fyrir sunnan; að minsta kosti sagði greindur og rjettorður maður, Friðrik Eggertsson frá Mýri í Vesturhópi, mjer sögu af honum þar. Það var einu sinni, sem oftar, að Friðrik reri suður í Höfnum. Einu sinni, að áliðnum vetri, stofnuðu sjómenn til glímu. Voru Norðlend- ingar, sem þá reru þar, fjölmennastir í öðrum flokknum, en Sunnlendingar og austanmenn í hinum. Þegar þeir hafa glímt um stund, kemur einn austanmaður, Sigurður að nafni, fram á glímuvöllinn. Hann var stór og sterkur, og þvældi nokkrum Norðlendingum niður af kröftum, en kunni engin glímubrögð. Tók nú að gerast illur kur í liði þeirra. Þá sjá þeir alt í einu mann nokkurn skjótast fram fyrir húshorn. Sá var lítill vexti og ræfilslega til fara. Hann segir, um leið og hann snarast að Sigurði: »Ekki þoli eg það, að Norðlendingum sje misboðið svona«. Það skiftir engum togum, að Sigurður fellur. Varð þá óp mikið og hlátur, en Sigurður varð fár við og sagðist ekki hafa verið viðbúinn. Taka þeir svo saman í annað skifti, en alt fer á sömu leið. »Þetta var í fyrsta skifti«, sagði FTiðrik, »sem eg sá Hannes stutta, en upp frá því var mjer Vel við hann«. Þó þessi saga virðist ekki vel trúleg, get jeg samt ekki efast um að hún sje sönn. Hannes var víst furðusterkur, eftir stærð, og ákaflega snar, °9 þegar honum vildu svona höpp til, má nærri geta, að það 9af honum byr undir báða vængi, að raupa því meira.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.