Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Side 43

Eimreiðin - 01.06.1922, Side 43
eimreiðin VIÐ LANGELDA 171 sem hann er að lýsa. Þetta kvæði og önnur svipuð eiga ekk- ert skylt við það, þegar skáldin segja sem fæst, en alt þó svo, að lesandinn getur sjálfur ort í eyðurnar. Hér er með poetiskum frösum verið að telja manni trú um innihald, sem ekki er til. Vfirleitt eru margar af konumyndum S. Gr. svo sviplausar, svo ósérkennilegar og almennar — lýsingarnar gerðar eftir tví sem beinast lá við vegna rímsins, að undrun sætir, að skáldið skuli hafa gert sig ánægðan með þær. Þú áttir guödóm, ást og vín, eld og hjartaslátt Se9ir hann um Erlu sína, en Eygló lýsir hann á þessa leið: Hún Eygló er fædd til að fagna og þrá, og falla að ólgandi hjarta, að leika, líða og kvarta. Fædd til að lifa, leita og spá um logandi hjarta, er hann að slá. Fædd til að shína og skarta. ■— s. Gr. yrkir um margar konur, en af því að honum í hjarta sinu er sama um þær flestar, tekst honum ekki að gefa þeim SVlP, skapferli, líf — að eins meira eða minna skáldlegt nafn. Þess vegna man maður fátt úr konukvæðum hans nema nöfnin ~~ og svo þessar yndislegu línur um Urrni, þar sem hann lýsir henni með sumar og angan um sólheitan vangann. 7~ betta er að sjá með sál sinni, með augum fagurrar ástar kvenlegrar æsku og þetta er að kunna að syngja. Því kfátt fyrir alt er Sigurður Grímsson skáld. Innan um öll hin ^ófgu kvæði í bók hans, sem mér ekki getur geðjast að, eru svo hin á dreifingi, sem taka af öll tvímæli um sérkennilega HÓðgáfu. tnnan um öll þessi blælausu raunastef eru önnur kvæði, Par sem tilfinningin er látlaus og fáorð, en bitur og sár. Va*ta höllin er best af þessum kvæðum — að eins þrjár stuttar vísur og svo blátt áfram að orðavali og hreim, eins og fær væru mæltar af munni fram — en hér er lýst í einfaldri

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.