Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Síða 44

Eimreiðin - 01.06.1922, Síða 44
172 VIÐ LANGELDA eimreiðiN mynd skuggalegum óhugnaði bugaðrar sálar — það er eilífð af tilbreytingalausri þjáning í þessu kvæði, af hægfara dauða í einveru og kulda. Og í kvæðinu Otti er þetta erindi: Eg kvaddi hana út við koldimman sjó; — hún kraup og bað, og hún grét og hló. En kaldlyndur Ægir klettinn sló og kæfði ekkann og grátinn. Eg henti baugnum með helkaldri ró og hringaði vaðinn í bátinn. — Hér er lýst með ríkri tilfinningu og af skáldlegri sjón. Alt innra og ytra líf þessa atviks, ástand og framkoma þessara tveggja, sem eru að skilja, og sá blær, sem náttúran leggur yfir þessa stund — alt er sýnt í þessu eina erindi, hvert orð er hér í þjónustu myndarinnar og hún verður átakanleg og fögur. Ef svo er um mörg af kvæðum S. Gr., að þeim er eins og flaustrað af, eftir því sem beinast lá við vegna rímsins, að svo lítið vakti fyrir skáldinu þegar hann greip pennann, að algert handahóf réði því, hvaða efni kvæðið smám saman fékk — þá eru þó önnur kvæði í bók hans, þar sem gott yrkisefni er í skáldshöndum. Hér eru ljóð ort af mikilli stemningu (Graf- tjóð, Wið skulum ekki, Draugadans), í einu kvæða sinna nálg- ast hann það, að geta dregið upp konumynd (Halla) og • öðru hefir hann skapað táknræna (symbólska — þetta nýyrði hefi eg lært af Guðmundi Kamban) kvenveru (Hjördís) — fagran, léttúðugan og máttugan kvendjöful, ímynd kvenlegrar nautnsýki, sem fagnandi nærist á annara blóði og hlakkar yfir því að geta steypt í bölvun og þjáningar. Þegar Sig. Gr. hefir skilist, að ekki er boðlegur skáldskap' ur hvert mæðulegt andvarp, sem hægt var að koma í rímað mál, þegar honum hefir lærst að nota heila sinn meira við ljóðagerð sína og treysta ekki á hjartað eitt, nema þegar það slær sterkast — þá yrkir hann kvæði, sem taka þessum fyrstu ljóðum hans langt fram. Hann hefir sýnt að hann hefir skáldgáfu — og þá á hann líka hafa metnað til þess að láta ekki annað fara frá sér en góð kvæði- Wiesbaden, 1. apríl 1922. Kristján A/bertsson.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.