Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Síða 50

Eimreiðin - 01.06.1922, Síða 50
178 TÍMAVÉLIN eimreiðin Eg fann nú minna til ónotans við ferðalagið. Það var eins og það breyttist smám saman í einhvern trylling. Mér fanst vélin rugga einkennilega, en gat ekki gert mér grein fyrir ástæðunni til þess. En eg var einhvernveginn svo sljór, að eg skeytti þessu ekkert, heldur dembdi mér hiklaust út í ókomna tímann eins og hálftryltur maður. Mér datt einhvernveginn alls ekki í hug að stansa, heldur naut æsingsins í löngum teigum. En nú fór að laumast inn í hugann einhver óljós grunur —- eins og hálf forvitni-blandinn — og smám saman breyttist hann í ótta, sem eg gat ekki hrakið úr huganum aftur. Hvernig skyldi nú mannkynið vera orðið? Hvers skyldi eg verða vís- ari um það, hvað mennirnir hafa bygt ofan á menningargrund- völl vorra daga, ef eg skoðaði mig um í þessum heimi, sem nú bylgjaðist óljóst fyrir augum mínum? Eg sá stórkostlegar byggingar rísa fyrir framan mig, stærri og stórkostlegri en nokkurt hús nútímans, en þó sýndust þau gerð úr gagnsæju og móðukendu efni. Eg sá hlíðina vafða enn þá fagurgrænm skrúða en eg hafði nokkru sinni séð, og enginn vetur sýndist lengur hafa nokkur áhrif. Jafnvel þótt alt væri óglögt, kom jörðin mér fagurlega fyrir sjónir. Og þá fór að smáfestast hja mér það áform að stansa. En það var alls ekki hættulaust að stansa. Þáð gat vel farið svo, að einmitt þar sem eg, og vélin, stönsuðum væri eitthvað fyrir, sem ekki væri notalegt. Meðan eg var á þess- arri fleygiferð um tímann gerði þetta svo sem ekkert til. Eg var svo að segja útþyntur, fór eins og eitthvert eimkent efni gegn um hvað sem fyrir var! En þegar eg stansaði, þá hlaut eg að þrýstast inn í það efni sem umhverfis mig var, ögn fyrir ögn, komast í nánasta snertisamband við það, og af því gat hlotist, t. d. stórkostleg sprenging, sem tvístraði mér og vélinni og þeytti okkur út úr öllum víddum rúmsins — jafnvel þeirri fjórðu — inn í það óþekta. Eg hafði oft hugsað um þetta meðan eg var að smíða vélina, en þá hafði eg altaf vísað þvl frá mér sem- einhverju óhjákvæmilegu, einni af þeim áhættum, sem ekki yrði hjá komist að legga út í. En nú, þegar hættan var yfirvofandi, þá gat eg ekki að mér gert, að líía nokkru alvarlegar á málið. Sannleikurinn er sá, að alt þetta, sem fyrir hafði komið, hvað alt leit kynlega út, hristingurinn og sveifl'

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.