Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 50
178 TÍMAVÉLIN eimreiðin Eg fann nú minna til ónotans við ferðalagið. Það var eins og það breyttist smám saman í einhvern trylling. Mér fanst vélin rugga einkennilega, en gat ekki gert mér grein fyrir ástæðunni til þess. En eg var einhvernveginn svo sljór, að eg skeytti þessu ekkert, heldur dembdi mér hiklaust út í ókomna tímann eins og hálftryltur maður. Mér datt einhvernveginn alls ekki í hug að stansa, heldur naut æsingsins í löngum teigum. En nú fór að laumast inn í hugann einhver óljós grunur —- eins og hálf forvitni-blandinn — og smám saman breyttist hann í ótta, sem eg gat ekki hrakið úr huganum aftur. Hvernig skyldi nú mannkynið vera orðið? Hvers skyldi eg verða vís- ari um það, hvað mennirnir hafa bygt ofan á menningargrund- völl vorra daga, ef eg skoðaði mig um í þessum heimi, sem nú bylgjaðist óljóst fyrir augum mínum? Eg sá stórkostlegar byggingar rísa fyrir framan mig, stærri og stórkostlegri en nokkurt hús nútímans, en þó sýndust þau gerð úr gagnsæju og móðukendu efni. Eg sá hlíðina vafða enn þá fagurgrænm skrúða en eg hafði nokkru sinni séð, og enginn vetur sýndist lengur hafa nokkur áhrif. Jafnvel þótt alt væri óglögt, kom jörðin mér fagurlega fyrir sjónir. Og þá fór að smáfestast hja mér það áform að stansa. En það var alls ekki hættulaust að stansa. Þáð gat vel farið svo, að einmitt þar sem eg, og vélin, stönsuðum væri eitthvað fyrir, sem ekki væri notalegt. Meðan eg var á þess- arri fleygiferð um tímann gerði þetta svo sem ekkert til. Eg var svo að segja útþyntur, fór eins og eitthvert eimkent efni gegn um hvað sem fyrir var! En þegar eg stansaði, þá hlaut eg að þrýstast inn í það efni sem umhverfis mig var, ögn fyrir ögn, komast í nánasta snertisamband við það, og af því gat hlotist, t. d. stórkostleg sprenging, sem tvístraði mér og vélinni og þeytti okkur út úr öllum víddum rúmsins — jafnvel þeirri fjórðu — inn í það óþekta. Eg hafði oft hugsað um þetta meðan eg var að smíða vélina, en þá hafði eg altaf vísað þvl frá mér sem- einhverju óhjákvæmilegu, einni af þeim áhættum, sem ekki yrði hjá komist að legga út í. En nú, þegar hættan var yfirvofandi, þá gat eg ekki að mér gert, að líía nokkru alvarlegar á málið. Sannleikurinn er sá, að alt þetta, sem fyrir hafði komið, hvað alt leit kynlega út, hristingurinn og sveifl'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.