Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Síða 53

Eimreiðin - 01.06.1922, Síða 53
EIMREIÐIN TÍMAVÉLIN 181 einu húsinu stórt kringlótt op og í því einhverjar verur, klæddar í skrautlegar, mjúkar skikkjur. Þær höfðu komið auga á mig og horfðu í áttina til mín. Þá heyrði eg raddir nærri mér. Hópur af mönnum kom hlaupandi, og sást á höfuð þeirra og herðar þegar þeir voru að ryðjast gegn um rósabekkinn fyrir framan sfinxinn. Einn þeirra kom í ljós á götunni, sem lá beint til mín. Hann var ofurlítill, líklega um fjögur fet á hæð, klæddur purpurakyrtli, með leðurbelti um sig. Hann var með létta skó á fótum, næstum eins og ilskó, en annars voru fæturnir berir upp að hnjám, og berhöfðaður var hann. Þegar eg sá þetta, tók eg fyrst eftir því, hve hlýtt var í veðri. Hann kom mér svo fyrir sjónir, að hann væri yndislega fagur og mjúkur, en fádæma veikbygður. Hann var rjóður í andliti, og minti mig á það, hvað brjóstveikt fólk oft getur verið fagurt. Þegar eg sá hann, hvarf allur ótti frá mér. Eg slepti tökum á vélinni. V. GULLOLDIN. Eftir örlitla stund stóðum við hvor frammi fyrir öðrum, eg °9 þessi granni, litli framtíðarmaður. Hann kom beina leið W mín og hló framan í mig. Látbragð hans alt lýsti fullkomnu °ttaleysi, og brá mér kynlega við það. Síðan sneri hann sér að tveimur öðrum, sem komu á eftir honum og ávarpaði þá a tungu, sem eg skildi ekkert orð í, en var ákaflega mjúk °9 hljómþíð. (Framhald).

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.