Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Side 27

Eimreiðin - 01.04.1923, Side 27
EIMREIÐIN NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA 155 Suipaðar ályktanir komu frá fleiri kennaramótum á þessum ár- Urti- Það tók líka oft svo langan tíma að túlka dönsk orð, að lítill tími var ofurs til annarar fræðslu. Og 1874 kom til umræðu í stórþinginu, hvort taka skyldi upp landsmálið í kennaraskólunum og þá auðvitað hitt um leið, hvort kennarar •yættu nota það í alþýðuskólunum. Tillagan féll í það sinn, en a næstu þingum var enn þá talað um að leyfa að nota lands- •nálið í barnaskólum meðal alþýðu. Og í fyrirsögn um reglu- Serð barnaskóla frá 1879 er svo að orði komist, að kenslan ^gi fara fram á máli barnsins »svo sem unt er«. En bak Ulð það orðalag liggur, að danskan skuli lögð til grundvallar. Þegar bændahreyfingin norska eflist, verður smámsaman ^Eeyting á stjórnmálaafstöðunni. Eftir að »frjálsi óðalsbóndinn* ^Vrjar verulega að kalla eftir völdum í eigin málum og mál- UlT1 landsins yfirleitt í hendur embættismanna, fer ljóminn af honum í augum þeirra smátt og smátt. Þeim fer að þykja hann mentunarlaus og finna af honum fjósalykt. Og svo fer Þessi sami flokkur, er áður hafði samið stjórnarskrána og með henni lagt grunninn undir bændaveldið, að leita stuðnings hjá °bjóðlegum kaupmönnum, auðmönnum og konungsvaldi, enda 9af »skandinavisminn« því byr í seglin. Þessi flokkur vildi styðja að því, að styrkja sambandið við Svía. 1858 var stofn- að meðal ýmsra heldri manna í Kristjaníu fjelag, er kallað var *Karl Johans lag«, í því augnamiði að bæta sambúðina við ^andaþjóðina. Eftir 1864 fékk sú stefna þó enn meiri byr, enda sló þá óhug á þjóðina vegna viðburða þeirra, er þá Serðust í Danmörku, og sá hún þá þann kost viturlegastan, a|5 halla sér sem mest að Svíum. Er þá sagf, að sumir hafi vdjað »heller svensk en bondestyre« (heldur sænska stjórn en bændaveldi). Bændurnir leituðu aftur stuðnings hjá verkamönn- UlT1» og á þann hátt kom upp frjálslyndur vinstri flokkur, er Varði sjálfstæði landsins af alefli. Einkum varð þessi flokka- sl<ifting skýr eftir 1850, enda hafði vinstri flokkurinn þá fengið a^ foringja mesta stjórnmálamann, er Norðmenn hafa átt, Jo- han Sverdrup. Hann var einn af þessum fáu glöggsýnu stjórn- •ttálamönnum, er sjá alt til rótarinnar, oq honum var ljóst, að uer var um meira að berjast en ytra sjálfstæði, hér var líka að berjast um menningarstefnur. Sjálfstæði þjóðarinnar,. bæði

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.