Eimreiðin - 01.07.1927, Page 22
214
TRÚIN Á JESÚM KRIST, QUÐSSON
EIMREIÐIN
um Messías líðandi, er ætla mætti af ]es. 53 að lægi beint
við, nær þó ekki að festa rætur«.
Svo farast þessum mikla lærdómsmanni orð um Messíasar-
hugmynd Gyðinga, eins og hún lifði í hugum sumra, rétt áður
en ]esús frá Nazaret kom fram á sjónarsvið sögunnar.
En fleiri heiti voru notuð um þennan þráða framtíðarkon-
ung eða mikla leiðtoga en Messíasar-heitið. Eitt hið almenn-
asta var að nefna hann guðs-son eða guðs-soninn. Það heiti
var og áður til í Gamla testamentinu og þá ekki síður í ýms-
um ritum síðgyðingdómsins, sem aldrei komust inn í biblíu
kristinna manna. Fyrst var það notað um ísraelsþjóðina. I
II. Mós. 4, 22 er Israelslýður nefndur frumgetinn sonur
]ahve og í Hósea 11, 1 er ]ahve látinn segja: »Þegar Israel
var ungur, fékk ég ást á honum og frá Egiptalandi kallaði ég
son minn«. Gyðingar Iitu svo á, að þeir væru með alveg sér-
stökum hætti Guðs útvalda þjóð. Fyrir því var Guð orðinn
þeim faðir með sérstökum hætti, og þeir orðnir guðs-sonur
(sbr. ]er. 31, 9: því að ég er orðinn ísrael faðir, og Efraím
er frumgetinn sonur minn). En nú var jafnframt litið svo á,
að konungurinn væri fulltrúi þjóðarinnar og að fyrir þá sök
væri Guð í sérstökum skilningi faðir hans, en um leið hófst
konungurinn upp í þá tign að vera sonur Guðs. Vér sjáum
glögg dæmi þessa hugsunarháttar í Gl. tm. Vér skulum til að
mynda taka Sálm 89, 27 n. Þar er konungurinn látinn mæla
svo til Guðs: »Þú ert faðir minn, Guð minn og klettur hjálp-
ræðis míns«. Og Guð svarar: »Og ég vil gera hann (þ. e.
konunginn) að frumgetning, að hinum hæsta meðal konunga
jarðarinnar*. Enn ljósara kemur þetta fram í Sálmi 2, 7. Þar
leggur hirðskáldið konunginum þessi orð í munn, daginn sem
hann er smurður og hann sezt í konungshásætið: »]ahve
sagði við mig: Þú ert sonur minn, ég gat þig í dag«. Það
er að segja: Alt til þessarar stundar var þessi og þessi mað-
ur faðir þinn, en héðan af er ég það. Frá krýningardeginum
varð konungurinn guðs-sonur; það gerðist fyrir útvalning;
hann varð eins konar kjörsonur Guðs. Þessi hugsun fól ekk-
ert yfirnáttúrlegt í sér. Guðssonur er herra eða drottinn ann-
ara manna, fu'.ltrúi eða staðgengill Guðs á jörðunni. Þetta
heiti var mjög notað um framtíðarkonunginn, og á síðgyðing-