Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 26
218
TRÚIN Á JESÚM KRIST, GUÐSSON
eimreiðin
aði sonur, í dag hef ég getið þig«. Vér könnumst við orða-
lagið frá Sálm. 2, og meiningin hlýtur að vera: Á þeirri
stundu, er ]esús lét skírast f Jórdan og andinn kom yfir
hann, var hann »getinn guðs-sonur«. Þá greindi Quð Jesúm
frá öllum mönnum, útvaldi hann og gat hann sér að »syni« í
alveg sérstökum skilningi, þ. e. þá fól hann honum þau rétt-
indi og lagði honum þær skyldur á herðar, sem geymdar voru
Messíasi, konungi framtíðarríkisins. Þessi skilningur, að Jesús
hafi orðið guðs-sonur við skírnina, kom glögglega fram í þeim
sið í fornkirkjunni að halda svonefnda »epífaníu«-hátíð 6. jan-
úar til minningar um skírn Jesú, löngu áður en tekið var að
halda nokkura jólahátíð til minningar um fæðing hans. Epí-
faníu-hátíðin var talin eins konar fæðingarhátíð hans, því að
við skírnina hafði guðssonurinn fyrsta sinn komið í ljós. Alt
fram á 4. öld var þessi hátíð haldin. En jólahátíðin varð ekki
almenn innan kristninnar fyr en á 5. öld.
Þegar vér athugum frásöguna um skírn Jesú í guðspjöll-
um þeirra Markúsar og Matteusar, sjáum vér, að orðin, sem
röddin af himni heyrðist segja, eru nokkuð öðru vísi: »Þú
ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun« (ávarp hjá
Markúsi, yfirlýsing hjá Matteusi: Þessi er minn elskaði sonur,
sem ég hef o. s. frv.). Þar er líkingunni um getnaðinn slept,
enda hlaut hún að vera óskiljanleg lesendum, sem áður höfðu
heiðnir verið og alókunnugir gyðinglegum hugmyndum. í þeirri
mynd virðast orðin löguð eftir Jes. 42, 1: »Sjá þjón minn ...
minn útvalda, sem sál mín hefur þóknun á«. Merkingin í
gríska sagnorðinu (evdóxi]aa) er eiginlega: ég hef fengið
þóknun á, hef valið eða kjörið. Meiningin verður þá mjög lík
og í Lúkas-textanum: Þú ert minn elskaði sonur; þig hef ég
útvalið! Svo að höf. Markúsarguðspjalls hefur vafalaust líka
litið svo á, að skírn Jesú hafi verið það augnablik, er Jesús
var kallaður til Messíasar-starfsins og um leið kjörinn guðs-
sonur. En engin ytri tign fylgdi kölluninni. Fyrir því komu
svo fáir auga á, hver hann var í raun og sannleika — eftir
því sem þessi guðspjallamaður leit á. Menn þektu hann eigi.
af því að hann »kom fram að ytra hætti sem maður«. Freist-
arinn (Matt. 4, 3. 6) og illu andarnir, sem töluðu af vörum
hinna brjáluðu, vissu það, að því er guðspjallið skýrir oss frá,