Eimreiðin - 01.07.1927, Side 81
eimreiðin
BRÉF UM MERKA BÓK
273
aði oss, að reglulegar hendingar væri fegri og skýrari en
hinar, sem óreglulegar eru og illt að muna, hann hefði og
sýnt og sannað, að okkr væri þörf á því, að þekkja lögmál
það, er fegurð málfars lýtr.
En nú standa svo sakir, að fornmenn þeir, er rituðu sög-
urnar, hafa ritað svo fagurt, að furðu gegnir. Hvernig gátu
þeir gætt svo málfarsins, að sjaldan raskar hætti? Hjer er
tvennt til. Þeir hafa annaðhvort haft þekkingu, sem fór for-
9örðum smátt og smátt eftir því sem klerkar hnigu meira og
meira að latneskum fræðum og gerðust jafnframt andvígir
norrænum fróðleik, eða þá, að þeir hafi verið meiri smekk-
menn en því nær allir menntamenn, sem á íslenzka tungu
hafa ritað síðan eftir 1400.
]óhannesi L. L. presti ]óhannssyni þykir það næsta ótrúleg
tilgáta, að fræði þessi hafi verið til í fornöld, og að þau hafi
verið kend í hofum. Jeg þykist vita, að margir munu verða
honum sammála. Vel má og vera, að tilgáta þessi sje fráleit.
En fari svo, að sanna megi, að fornmenn hafi vitað meira
en meðalskáld eða rithöfundur veit nú um eðli máls, mun
uiörgum detta hofin í hug. Heiðin fræði hafa leynst í landi
alla elleftu og að minnsta kosti fram á tólftu öld. Flestir vit-
nienn, er vitmenn gátu heitið, munu hafa staðið öðrum fæti
aftr í heiðni, þótt svo ætti að heita, að þeir væri kristnir.
Hofgoðar voru höfðingar margir hverir og vitmenn. Munu
beir og vjefreyjur hafa þótt bera af öðrum. Snorri segir, að
Oðinn og hofgoðar hans hafi verið kallaðir ljóðasmiðir. Ekki
verða orð hans í Ynglingasögu skilin annan veg en að hof-
Soðar hafi kennt þessa íþrótt, er vjer nú köllum skáldskap.
Og segi nú Snorri satt, að hofgoðar hafi kennt skáldskapinn,
té er ekki ólíklegt, að þeir hafi kennt mönnum að »tala
snjallt og sljett*. Þau eru ekki öll fær um það, skáldin, sem
nú eru uppi, að kenna mönnum að yrkja rjett, þótt ekki sje
nema fornyrðislag, hvað þá heldr dróttkvæð ljóð. Þetta munu
Soðar hafa gert, og var það vel af sjer vikið. Klerkar og
aðrir kirkjusinnar hafa gengið svo vel frá hofsiðum öllum,
aö segja má, að þeir hafi orpið þá gleymsku. En eitthvað
1111111 hafa verið sagt í hofum inni. Varla munu menn hafa
set'ð þar þegjandi, og ekki hafst annað að, meðan verið var
18
L