Eimreiðin - 01.07.1927, Side 107
ÍIMREIÐIN
RITSJÁ
299
þess, aö einkvæöar einkunnir (þar sem rótin endar á breiðu sérhljóði)
tvöfaldi t í nf. og þf. einf í hvk. og sömuleiðis r í þgf. og ef. eint. í
kvk. og svo í ef. flt. (t. d. smár—smátt o. s. frv.). Þá bar og að geta
þess, að í orðum sem háll, mikill; hreinn, heiðinn tillíkist r undanfar-
anda / eða n miklu víðar en í nf. et. í kk., því að í þgf. og ef. et. í
kvk. verður alveg sama fillíking, t. d. í hálli (f. hálri) og hreinnar (f.
hreinrar) og enn fremur í ef. flt. mikilla og heiðinna (f. mikilra, heið-
inra), en þetta kemur víst mjög af því, að gleymst hefur í hljóðfræðinni
að tala um tillíkingarnar. Það má nærri geta, að nemendur tungunnar
þurfi að fá skýringu á því, hvers vegna t. d. glaðt verður glatt og mint
verður mitt, eða þá binda að batt (í þátíð) og stinga að stakk (í þá-
•íð) o. s. frv. Líka má benda á það, að orðin, sem enda á -inn í nf.
■et. í kk., eru alls eigi ein um það að hafa ð f. t í nf. og þf. et. í hvk.,
því að orð sem aldraður, hugaður o. s. frv. haga sér þar alveg á sama
hátt (t. d. aldrað f. aldrat sem heiðið f. heiðit).
43.—47. gr. Þessi kafli um atviksorðin, stigbreyting þeirra og tegundir
■er að mínu viti ágætur, og sama er að segja um töluorðin (48.-58. gr.).
Það var vel gert þarna um tölurnar að taka til umtals orðin hálfur
annar, hálfur þriðji o. s. frv., sem aðrir menn munu hafa gleymt að nefna
í sínum bókum, Vitanlega táknar t. d. hálfur fjórði — þrjá heila og
þann fjórða hálfan að auki. Þar er því þrír undirskilið í máli og tilsvars-
lega sama tilfelli við aðrar tölur.
65. gr. Þarna í greininni um óákveðnu hleytinöfnin (indefinite pro-
nouns) virðist mér vanta „nokkuð“ við hliðina á nokkurt, alveg eins og
noitthvað11 er sett þarna við hiiðina á eitthvert.
72.—75. gr. Þetta er þarflegur kafli um notkun forsetninga.
76. gr. Þar hefst langt mál um beygingu sagna. Málsgreinin um boð-
hátt (á bls. 41) er ónákvæm eða miður rétt og að sumu leyti í mótsögn
v>ð það, er síðar segir (á 57. bls. og víðar). Sá háttur hefur einungis
,v®r myndir, nefnilega 2. pers. et. og 2. pers. flt. (í nútíð). Myndir sem
kalli ég er ekki boðháttur, heldur tengiháttur, sem nolaður er í hvetjandi
(hortativ) merkingu. En yfirleitt er allur þessi kafli um sagnir með mjög
Sóðum frágangi og hæfilega mörg beygingardæmi tekin til þess að nem-
endum verði fylstu not að við lestur bóka. Skráin yfir sterku sagnirnar
er þarfleg og nægilega fullkomin. Aftast í kaflanum um sagnorðin er dá-
lítil grein (á bls. 66—67) um reglur fyrir notkun tengiháttar. Þessar
reslur eru (það sem þær ná) mjög gagnlegar. Mér finst að sumir rit-