Eimreiðin - 01.01.1930, Qupperneq 26
6
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðin
búnaðarmálum eins og víðar. Einyrkjan og smáyrkjan er að
hverfa úr sögunni. Hvaðanæfa utan úr heimi berast fregnir
um erfiðleika þá, sem hvorttveggja þetta á við að stríða.
Bændur gefast upp, hverfa til borganna eða Ienda í hús-
mensku. Fólkseklan í sveitunum verður tilfinnanlegri með
hverju ári sem líður. Engin hjálp frá þingi og stjórn stoðar
lengur í landbúnaðarmálum, nema að landnám hefjist á nýjun1
grundvelli, stóryrkjan og samyrkjan komi samhliða smáyrkp
unni og einyrkjunni, ekki með neinni stökkbreytingu, heldur
hægt og varlega með nýjum tækjum og hagkvæmari rekstrar-
aðferðum. Alþingi og stjórn á hér mikið og vandasamt verk
fyrir höndum, eitt af mörgum, að leiða viðreisn landbúnaðar-
ins á íslandi. Það verk er þegar hafið. Það er því engan-
veginn ástæða til að horfa með söknuði á eftir landbúnaðin-
um á Islandi eins og hann var um 1850, þó að þá lifðu fleirl
af hverju hundraði landsbúa á honum en nú. Búpeningi fjölsar
stöðugt og framleiðsla landbúnaðarins eykst. Árið 1871 er tala
sauðfjár í landinu 366.080, árið 1900 er hún komin upP 1
469.477 og árið 1924 er hún komin upp í 583.180. Árið 1871
eru um 20.000 nautgripir í landinu, árið 1900 eru þeir 23.569
og 1924 eru þeir komnir upp í 26.949. Árið 1871 er tala
hrossa um 32.000, 1900 er hún 41.654 og 1924 er hún
komin upp í 51 009. Aukningin er að vísu ekki mikil hvað
nautpening snertir, en líklegt er, að honum fjölgi mjög franl'
vegis með aukinni ræktun, en hestum ekki að sama skapir
þar sem bifreiðarnar eru nú svo víða að taka að sér hið aMa'
gamla hlutverk þeirra: fólks- og vöruflutninga á landi.
Breyting sú, sem óhjákvæmilega hlýtur að verða á íslenzk-
um landbúnaði í náinni framtíð, er þegar um garð gengin a
mestu hvað fiskiveiðarnar snertir. í stað opnu róðrarbátanna
F. , . gömlu og þilskipanna eru komin vélskip og 9U^U’
veTðar. sk>P me® nÝtízku veiðitækjum. 1850 lifðu ekki nema
7°/o landsbúa af sjávarútvegi, en nú meira en 20 °/°-
Framleiðsla sjávarafurða hefur aukist gífurlega á þessum tima-
Árið 1849 var útfluttur fiskur 21/2 miljón kíló, en árið 192®
voru flutt út um 8IV2 miljón kíló af fiski fyrir um 52 miljóu,r
króna, um 30 miljónir kíló af síld, síldarlýsi og síldarmjö U
fyrir nál. 11 miljónir króna, auk annara sjávarafurða. Útvegur