Eimreiðin - 01.01.1930, Side 30
10
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðin
krónur árið 1922. Mest af þessum skuldum eru við útlönd,
aðallega Danmörku. Samkvæmt fróðlegu yfirliti Hagtíðind-
anna nú í nóvember, um skuldir við útlönd í árslok 1925
1928, eru allar skuldir íslenzka ríkisins við útlönd skuldir við
Danmörku eina, nema enska Iánið frá 1921, sem nam alls
rúml. 10 milj. kr. í árslok 1928. Allar skuldir íslendinga við
útlönd, bæði lausar og fastar, voru í árslok 1928: 43 milj- 8
þúsund ísl. kr. Þar af voru lausaskuldir 1 milj. 22 þúsund
kr., en fastar 41 milj. 986 þúsund kr. Fastaskuldirnar eru
sumpart ríkisskuldir, sumpart skuldir kaupstaða, veðdeildar-
bréfalán, skuldir bankanna, Eimskipafélags íslands, íslenzkra
botnvörpufélaga o. fl. Bankarnir standa að vísu straum af all'
miklum hluta enska lánsins frá 1921 og veðdeildarbréfalánum
ríkissjóðs. »En gagnvart útlöndum stendur ríkissjóður sem
skuldunautur alls enska lánsins frá 1921 og veðdeildarbréfa-
lánanna, enda þótt hann standi ekki straum af þeim og ÞaU
verði þannig ekki til að íþyngja honum*. Ef veðdeildarbréfa-
lánin og ennfremur hluti bankanna af enska láninu eru talio
hjá ríkissjóði, verður öll skuldaupphæð ríkissjóðs gagnvart
útlöndum í árslok 1928 ísl. kr. 23.063 000, samkvæmt niður-
stöðu Hagstofunnar. Mest af þessu lánsfé hefur farið í nauð-
synleg fyrirtæki, og meðan lántökurnar hnekkja ekki beinlínis
sjálfstæði landsins, má ef til vill sætta sig við orðinn hlut, en
ekki getur maður varist þeirri hugsun, að lánapólitíkin se
þegar orðin full fyrirferðarmikil. Ávöxtur lánanna kemur fi"3^
í aukinni þjóðareign, segja verjendur lánastefnunnar, en a-
vöxturinn er súrari á bragðið en hann hefði orðið, ef tekiur
landsins hefðu frá því fyrsta gengið affallalaust til þeirrar
aukningar.
En hvernig er nú umhorfs á sviði hinna andlegu ma a,
bókmenta og lista? Er þaðan að vænta þeirra strauma, sem
lyfti þjóðinni og veki hana til dáða? í trúmá
An<|les m.ál> um ber meira á víðsýni, leit að raungildunj
verðmætum og meiri tilhneigingu en áður
þess að samlaða trúarhugmyndirnar heimsmyu
vísindanna. Afstaðan milli trúar og vísinda hefur breyzt m)oS
síðan um aldamót. Þá voru þessi tvö stórveldi svo að segi^
á öndverðum meiði, nú eiga þau leið saman. Innan guð.r®