Eimreiðin - 01.01.1930, Side 37
EIMReiðin
ÍSLAND 1929
17
Wntíma geti árað illa hér á landi. Nú hafa komið 3 góð ár
1 röð, og þess vegna ríkir nú mikil bjartsýni og eyðslusemi.
Þótt stjórnfarslegt sjálfstæði sé fengið, er fjárhagslegt
siálfstæði ennþá ófengið. Þjóðin er enn skattskyld erlendum
^ióðum og ánauðug fyrir skuldir.
í byrjun ársins hófst togaraverkfall, sem stóð út
brögð febrúarmánuð. En fiskur var svo mikill, að þrátt fyrir
verkfallið aflaðist fram eftir árinu meira en nokkru
s>nni fyr> og hafði árið á undan þó verið bezta aflaár. Síðari
hluta ársins aflaðist þó ekki eins mikið, og lætur nærri, að
arsaflinn hafi orðið líkur og árið á undan. Tölur aflaskýrsln-
anna, sem hér eru tilfærðar, sýna þó dálítið hærri tölu, og nemur
jn'smunurinn sem næst þeim afla, sem var keyptur af Færey-
lnSum og Norðmönnum fram yfir það, sem áður hafði verið.
Arsafli 1929:
— 1928:
— 1927:
1926:
417.273 þur skp.
409.973 — —
316.151 — —
238.459 —
Þessar tölur sýna fiskaflann í skippundum eins og hann
v®ri allur þurkaður. En allmikið af aflanum er, sem kunnugt
er> flutt út óþurkað til þess að geta sem fyrst fengið peninga
fyfir hann. En fyrir það fer mikil atvinna út úr landinu.
Skortur á innlendu rekstursfé er oss íslendingum mjög tilfinn-
^nlegur. Þess vegna fer svo mikið af vinnu landsmanna í það
træla fyrir útlenda lánardrotna.
Síldveiðin gekk allvel í byrjun, en varð ekki langgæð. Eftir-
^randi tölur sýna samanburð á síldarfeng 3 áranna síðustu
Saltað Krvddað í bræðslu
tunnur tunnur tunnur
Ár 1929: 111.578 17.001 515.934
— 1928: 124.157 50.176 507.661
— 1927; 180.816 59.181 597.204
Nokkur áhugi er vaknaður á því að tryggja útveginn betur
því að vinna fisk- og síldarafurðir sem mest í landinu
siálfu. Þannig hafa verið gerðar nokkrar ráðstafanir til að
v'nna úr fiskúrgangi og hreinsa lýsið betur en gert var áður.
^*a var og byrjað að reisa á landsins kostnað síldarbræðslu-
2