Eimreiðin - 01.01.1930, Qupperneq 38
18
ÍSLAND 1929
EIMREIÐIH
síöð á Siglufirði, og mun nú í ráði að setja aðra slíka stöð
á Seyðisfirði, til þess að örva síldveiðar fyrir Austurlandi.
g Við útlönd voru samgöngurnar líkar og undanfarið,
göngur nema EimskipaféJagið hafði fleiri ferðir til Ham-
borgar vegna aukinna viðskifta við Þýzkaland.
Innanlands varð sú mikilvæga breyting, að bílferðir urðu miklu
almennari en áður út um landið. Nú fór allur þorri manna
landveg á bílum milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fóru all-
margir Kaldadal, eftir að hann var ruddur, aðrir fóru Kjalar-
nesveg, á ferju yfir Hvalfjörð og á bílum þaðan um Svína-
dal, Draga og Skorradal til Borgarfjarðar yfir hina nýju Hvít-
árbrú og svo sem leið liggur norður. Má segja, að með þessu
byrji nýtt iímabil í langferðum á landi. — Flugfélagið hafði
tvær vélar í gangi, »Súluna< og »Veiðibjölluna«, yfir sumar-
mánuðina, og flugu þær með póst og farþega, en hin síðar-
nefnda var einnig notuð til að leita að síld, að því er sagt
var með góðum árangri.
Ve a o vega- og brúargerðum hefur á umliðnu án
brúargerð^r ver*^ unnið meira en nokkru sinni áður, og létta
þær framkvæmdir mikið undir með hinu vaxandi
landferðalagi. Að þessum vegum var unnið: — Norðurárdals-
veg, Miðfjarðarveg, Múlaveg, Blönduhlíðarveg og Vaðlaheiðar-
veg. Teljast þessir vegir til Norðurlandsvegavins. — Á l/estur-
landsvegi var byrjað að vinna við Dalsmynni og lagður vegur
inn í Bjarnadal. Stykkishólmsvegur var lengdur og Kjalarnes-
vegur lengdur inn fyrir Saurbæ. Nýi Þingvallavegurinn var full'
gerður, og vegur lagður inn undir Ármannsfell. Kaldidalur var
ruddur, og fóru yfir hann hálft annað hundrað bíla á sumrinu.
Byrjað var á vegi frá Sandgerði til Stafness, með hliðsjón af
milliflutningi hins nýja björgunarbáts. — í sambandi við Suð-
urlandsbraut var gerður vegur frá eystri Rangá að Garðsauka.
Austurlandsvegur var lengdur að Jökulsá við Fossvelli °3
byrjað á vegi út Jökulsárhlíð. — Af sýsluvegum, sem unnið
var að, má sérstaklega nefna Skilmannahreppsveg inn fra
Akranesi og svo vegi um áveitusvæðið í Flóanum.
Brýr voru gerðar á þessar ár: Öxnadalsá í Eyjafirði, Ormsa,
Selá og Laxá í Strandasýslu, Straumfjarðará á Snæfellsnesi,
Bakkakotsá undir Eyjafjöllum, Hafursá í Mýrdal, Eldvatnið og