Eimreiðin - 01.01.1930, Page 56
36
KRISHNAMURTI í OJAI-DALNUM 1929 eimreiðiN
múginn eins og ungur skólapiltur, og hann segir hjartans
meiningu sína í hjartans einlægni. Þessi einlægni ásamt
hinni barnslegu ósnortni og skáldleik í röksemdaleiðslu
hans heillar áheyrendurna meir en nokkur mælskulist. Þegar
öllu er á botninn hvolft, þá er ég ekki frá því, að
töfrar og aðall æðri málsnildar felist einmitt í því að veita
sálum áheyrenda nýa þenslu, auðga tilveru þeirra nýum laS'
boðum og hrynjöndum, án þess þeim sé þó unt að gera öðr-
um grein fyrir mikilleik þeirrar reynslu, sem þeir mættu undir
ræðunni, eða endursegja það, sem þeir heyrðu. Eitt er víst,
að það er einkenni allrar djúptækrar reynslu, að hún er sér-
eign reynandans og verður ekki miðluð öðrum. Slík er hin
dýpsta trúarreynsla hins »endurleysta* manns: Hann getur
ekki íklætt hana áþreifanlegum formum, svo hverjum einum
sé auðvelt að höndla, né gefið uppskrift af inntaki hennar.
En hún skín í augnaráði hans á undursamlegan hátt, hun
er hinn óhermilegi undirtónn raddarinnar, hið persónubundna
ritúa.1 limaburðarins.
I mínum augum er leyndardómur Krishnamurtis falinn 1
því, sem á ensku mætti kalla his perfection as a racial tVPe’
— fágætum kyngæðum, tegundarágæti, sern birtist í samræmiS'
bundnu vitundarlífi. Þó sé fjarri mér að fullyrða, að ág®h
hans sé líffræðilegs eðlis einvörðungu, því vitanlegt er, að
hann hefur notið hins ákjósanlegasta uppeldis sem fóstursonur
frú Besants, og frá barnæsku mótaður af þeirri hugmynd, að
hann væri útvalið ker, sem ætti að flytja heiminum fagnaðar-
erindi guðs (»heimsfræðarans«). Nærri má geta, hve sterkan
þátt hin trúarlega ábyrgð gagnvart alheiminum, sem vakin var
hjá honum barni, hefur hlotið að eiga í því að beina tilfmn-
ingalífi hans í hærri farvegi (sublimation). Uppeldisgildi 9U^'
spekinnar fyrir þetta óskabarn náttúrunnar kemur Ijóst fram
í bernskuriti hans, Við fótskör meistarans.
Þegar Mr. Krishnamurti notar t. d. orðið »sannleikur«, sem
ýmsum finst hann gera fullmikið að, þá verður það eigi s^'
greint öðruvísi en að hann eigi við hið fagnaðarríka samræm1
í sínu eigin vitunarlífi, samstilling eigin vitundarafla við hm
trúlægu rök alheimsins og reginþáttu lífs. Um hlutlæga kenn-
ingu er þar ekki að ræða, heldur vitnun trúmanns um sina