Eimreiðin - 01.01.1930, Blaðsíða 70
50
PENINGAMARKAÐURINN
eimreidiN
víðtækt verksvið. Áður var skipulag seðlaútgáfunnar mjög
ófullkomið, og var því kent um hinar miklu og tíðu peninga-
kreppur, sem áttu sér stað í Bandaríkjunum. Nýju seðlabank-
arnir tóku til starfa um það leyti er heimsstyrjöldin hófst.
Peningamarkaðurinn var allur úr skorðum á stríðsárunum, og
varð því eigi dæmt um hið nýja skipulag eftir reynslunni a
þeim árum. Næstu ár eftir styrjaldarlok voru einnig með öllu
óvenjuleg. Það eru því í raun og veru aðeins fá ár, sem
Federal Reserve bankarnir hafa starfað óáreittir af styrjöld-
inni og afleiðingum hennar.
Meðal Federal Reserve bankanna ber mest á bankanum i
New-Vork. Hann er þannig settur, að hann verður fyrst og
mest fyrir öldugangi peningamarkaðarins, og má skoða hann
sem aðal-seðlabanka Bandaríkjanna, þótt formlega sé hann
aðeins hliðstæður hinum seðlabönkunum.
II.
Það má heita að undsnfarin fimm ár hafi verið samfeU
góðæri í Bandaríkjunum. Skemmri tími en það hefur leitt til
þess, að menn verði gleymnir á miðlungsár og misæri. A
þessum árum hefur verið sífeldur vöxtur í atvinnulífi þjóðar-
innar, einkum í iðnaði og verzlun. Kaupgeta almennings er
meiri þar en í nokkru öðru landi, og þess vegna hefur hm
öra aukning í framleiðslunni getað átt sér stað. Verksmið)'
urnar hafa stöðugt fært út kvíarnar, og ný iðnaðarfyrirtæki
hafa risið upp. Sífelt fór það fé vaxandi, sem bundið var 1
hlutabréfum og veðskuldabréfum iðnaðarfélaganna. Hækkunm
stafaði bæði af beinni aukningu hlutabréfa og veðskuldabréfa
og af hækkun af gengi þessara bréfa. En eins og vant er,
þegar vel gengur, þá búast menn við hækkun á hækkun ofan,
og í júní s.l. hófst á ný mikil hækkunaralda í kauphöllinm i
New-Vork, og stóð hún fram í septembermánuð. Bæði seðla-
bankaráðið og seðlabankarnir höfðu lengi undanfarið leitað
ýmsra ráða til að hafa hemil á verðbréfaverzluninni. Seðla-
bankarnir gerðu alt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að vekja
athygli almennings á hættu þeirri, sem stafaði af ofvexti verð-
bréfaverzlunarinnar, og með lánaráðstöfunum sínum reyndu
seðlabankarnir að draga úr kauphallarviðskiftunum. En al