Eimreiðin - 01.01.1930, Page 74
54
PENINGAMARKAÐURINN
EIMREIÐIN
verðmæti þeirra. Þess vegna má búast við, að þau hafi nú
fallið langt niður fyrir það, sem þau eru í raun og veru viröi-
Forvaxtahækkun Englandsbanka hafði fljótlega áhrif *
peningamarkaðinn í London. Gengi sterlingspundsins hækkaði
smámsaman, og stendur því nú orðið mjög hátt gagnvart
dollar og öðrum erlendum gjaldeyri. Að vísu hefur eigi tekiö
algerlega fyrir gullútflutning, en aðalfiutningur hefur einmg
átt sér stað, og hefur gullforði Englandsbanka því hækkað
lítið eitt. I lok októbermánaðar lækkaði Englandsbanki iot'
vextina um 1/2°/o niður í 6°/o, og ber það vott um, að bank-
inn líti svo á, að orðið hafi veruleg breyting til batnaðar. Það
eru atburðirnir í New-Vork, sem munu eiga mestan þátt 1
þeirri breytingu. New-York hefur um stund mist aðdráltarafl
sitt, og peningastraumurinn sveigist nú aftur að London.
[Eflir að þetta er ritað, hafa forvextir enn lækkað. Nú, í ársbyrju11
1930, eru þeir í New-Vork 4*/2% og í London 5%. Lækkanir hafa einniS
átt sér stað á Norðurlöndum, og eru forvextir nú í Danmörku 5°/o, '
Noregi 5% og Svíþjóð 4*/a°/o. Alt eru þetta forvextir seðlabankanna, en
eins og kunnugt er skifta þeir aðallega við aðra banka, og ná forvextir
þeirra því aðeins að litlu leyti til atvinnulífsins. Forvextir viðskiftabanka a
Norðurlöndum eru alment 1—1 '/2% hærri en forvextir seðlabankans, og gil^a
þeir forvextir aðeins um stutta víxla, lengst þriggja mánaða víxla. Sé um
lengri víxla að ræða eða framlengingar, eru forvextirnir V2°/o hærri.
Mikill hluti af rekstursfé verzlana og annara atvinnufyrirtækja er reikn"
ingslán og yfirdráttarlán; raunverulegir vextir af slíkum lánum eru ven)U-
lega talsvert hærri, en forvexlir af víxlum, vegna þess, að á þau fal|a
aukagjöld, sem eru bein viðbót við nafnvexti lánanna. Það eru þessir
forvextir og lánavexlir, sem eru hliðstæðir forvöxtum hér á landi, þar e
hér er enn eigi um að ræða sérsfaka seðlabankaforvexti]. G. O.