Eimreiðin - 01.01.1930, Side 81
EiMREIÐIN
GUÐFRÆÐINÁM OG GÓÐ KIRK]A
61
Það skal ennfremur tekið fram, að fyrir kennurum deildar-
'nnar er það mikið áhugamál, að nemendurnir öðlist sem víðtækasta
bekkingu á samtíð sinni. En þar er ekki um neina ákveðna
fræðigrein að ræða. Lífsstefna samtíðarinnar getur aldrei verið
nein afmörkuð námsgrein, sem hægt er að þjappa saman í
kenslubækur. Hún er víðtækt og ótæmandi verkefni, sem sí-
endurnýjar sjálft sig. Það verkefni krefst sívakandi kapps
alúðar leitandi mannssálar, sem lætur sér ekkert mannlegt
°viðkomandi, skimar í allar áttir og eygir með hvassri sjón
^verja breytingu, hverja minstu báru, sem rís og fellur á víðu
j13^ mannlífsins. Það er, í fám orðum sagt, að lesa á bók lífs-
lns. sem tíminn flettir blað eftir blað um leið og hann líður.
°9 það er, í enn þá færri orðum, verk, sem mannlegri veru
ómögulegt að framkvæma til fulls — og er það jafnómögu-
leSt, þótt hún blási sig út af háum hugmyndum um eigin mátt
til að gera þetta.
Það er ekki fátíður löstur að þykjast alt skilja, sem fram
er. og á öllu átta sig og alla hluti geta dæmt og vegið.
^t'kla skömm ætti guðfræðideildin skilið, ef hún leitaðist við
að ala þann hugsunarhátt upp í ungum skjólstæðingum sínum.
ktitt gegnir öðru máli, — og á það leggur deildin áherzlu, —
að halda nemandanum vakandi við þá meðvitund, að starf
atls geri kröfu til marghliða þekkingar, að hann verði, — ef
a't á ekki að fara í handaskolum, — að fylgjast með tíman-
Un«. afla sér þekkingar á svo mörgum sviðum, að hann kunni
líta með sanngirni og víðsýni á vandamálin, sem samtíðin
Sjímir við, jafnóðum og þau koma fyrir. — Víðtækur og
0sleitilegur lestur er eflaust mikil hjálp í þessu efni. En barnaleg
er sú skoðun að halda, að þess þurfi aðeins um námstímann.
Quðfræðideild getur gert nemendur sína í ár mjög vel að
Ser um þá hluti, sem mest ber á í samtíð vorri, en hætt er
Vlð- að sumt af þeirri þekkingu væri ekki orðin »hæzt móð-
1Us* eftir 10 ár, hvað þá 40-50 ár. Auk þess getur enginn
0n, hvers eðlis sem er, gefið á öllum sviðum undirbúning
Undir æfistarf. Og ég er trúlítill á, að guðfræðideildin geti
n°kkurn tíma orðið svo fullkomin, að nestið og nýju skórnir,
Sern hún gefur nemendum sínum, verði ekki einhvern tíma
9en9in til þurðar, áður en 40-50 ára prestsstarfi er lokið, ef