Eimreiðin - 01.01.1930, Side 88
68 GUÐFRÆÐINÁM OG GÓÐ KIRKJA eimreidiN
lokið prófi upp úr guðfræðideildinni. Þetta átti að skiljast svo,
að guðfræðideildin hafi þannig vanrækt hlutverk sitt. En
önnur ályktun er hugsanleg. Þessi játning getur bent á hið
gagnstæða. Sannmentuðum manni er sú hugsun ekki fjarlæg
að viðurkenna takmörk þekkingar sinnar. Hinsvegar mun talið
eifthvað bogið við mentun þess manns, sem blásinn er upP
af þekkingarhroka. — Flestum, sem skólanám hafa stundað
um Iengri tíma, kemur saman um, að mest hafi þeim fundist
kveða að lærdómi sínum og þekkingu eftir fyrstu prófin,
síðan hafi það sjálfsálit rénað, unz þeir stóðu að háskólaprófi
loknu því sannfærðari um að þeir væru »mentunarlausir
menn« þeim mun meiri og víðtækari skilning sem skólaveran
hafði veitt þeim á lærdómi og lífi.
R. E. Kv. vill líklega halda því fram, að þessum mönnum
hafi altaf verið að fara aftur. Nei, það nám mentar, sem
bendir nemandanum jafnhliða á takmarkanir hans og mögu-
leika. Sá skóli, sem útskrifar nemendur sína með jafn vakandi
vitund um það, hvað þá vantar, og um hitt, hvað þeir hafi
hlotið, hefur veitt mikla mentun. Kandidat, er horfir á lífs'
starfið, sem hann hefur verið að búa sig undir, unz honum
vaxa svo í augum kröfurnar, sem það gerir til hans, að hann
játar í einlægni, að hann sé mentunarlaus maður, — hann
hefur verið í góðum skóla, og á þeim skóla svo mikið að þakka,
að hann getur tæplega fengið sig til að fara niðrandi orðum
um námið þar. — Vonandi á honum ekki eftir að fara aftur.