Eimreiðin - 01.01.1930, Qupperneq 106
86
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
eimreiíjin
gat ekki staðið á fótunum. Þetta var jarðskjálfti. Hálftími leið,
og var það hræðileg stund. Að utan heyrðist háreysti og óp-
Ég þorði ekki að rísa upp. Það var eins og alt væri um koll
að keyra. Svo datt alt í dúnalogn. Ég titaði af hræðslu. Mundi
húsið hrynja? Atti sá að verða endirinn á dvöl minni í Afgan-
istan? Kyrðin hélst áfram, og loks sofnaði ég.
Aftur var ég vakin. Hvað gekk nú á? Sendiboði var kom-
inn, sem átti erindi við mig.
— Ég kem frá þýzku sendisveitinni, sagði hann. Hann bar
mér þá frétt, að ferðapeningarnir væru komnir. Ég var beðm
að koma undir eins á sendisveitarstöðina.
Ég get ekki lýst tilfinningum mínum við þessa fregn. Frelsið
var að koma á móti mér. Ég átti að fá að ftverfa aftur heim.
Þýzka sendisveitin bjó út vegabréf handa mér, og túlkurinn
var sendur með það til þess að fá áritun yfirvaldanna í Afgan'
istan. Ég var eins og í draumi á leiðinni heim á hótelið aftm--
Mér var sagt, að Amir Khan, fulltrúi úr stjórnarráðinu, vild'
finna mig. Ég var á glóðum. Hvað vildi hann? Sjálfsagt eitt-
hvað ekki gott.
Hann kom til þess að reyna að fá mig til að vera kyra>
kom með uppkast að samningi, þar sem mér var gefin skrif-
leg ábyrgð fyrir því, að mig skyldi ekkert skorta, ef ég vildi
aðeins hverfa aftur heim til mannsins míns. Fulltrúinn sagði-
að hann ætti að fá góða stöðu og mér mundi verða trygt
frjálst og sjálfstætt líf.
Ég var sannfærð um, að þetta væri ekki annað en svik oS
fals — afgönsk loforð, eins og ég hafði kynst þeim í heilt ar,
fult af vonbrigðum og kvíða. Það var því ekkert hik á mer,
og ég hafnaði kurteislega tilboðinu.
Ég var hrædd við þetta lítt siðaða land og vildi komast heim-
Fulltrúinn rauf þögnina og kom með ný tilboð. Ég hlust-
aði naumast á hann.
Mér þykir það leitt, Amir Khan. En ég er veik, og alt of
illa á mig komin til þess, að ég taki svo mikilvæga ákvörðun,
sagði ég.
Fulltrúinn fór við svo búið.
Mundi ég nú fá að vera í friði?
Stundirnar liðu í ugg og ótta.