Eimreiðin - 01.01.1930, Side 108
88 FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU eimreiðin'
Ég sýndi honum reikninginn og skýrði honum frá ósvífm
hótelstjórans.
— Hann krefst þess að fá tvíborgað.
— Hafið þér kvittanir fyrir þeim peningum, sem þér eruð
búin að borga?
Til allrar hamingju hafði ég ekki fleygt þeim, fann þser
handtösku minni. Túlkurinn athugaði þær. Svo talaði hann við
hótelstjórann, sem hótaði öllu illu fyrst í stað. En brátt varð
hann að lækka seglin, þegar hann sá, að hann komst ekki
upp með rangindi sín. Ómögulegt er að segja um, hvort
hótelstjórinn hafði fengið skipun um það frá æðri stöðum að
beita mig þessum brögðum, eða tók þau upp hjá sjálfum ser.
Túlkurinn skrifaði kvittun fyrir smáupphæð þeirri, sem eg
skuldaði, og tók fram í henni til frekari fullvissu, að þar með
væri hótelstjóranum greitt að fullu alt, sem hann ætti hjá mer.
Hótelstjórinn skrifaði undir nauðugur viljugur. — Það er
betra að vera gætinn hér í landi, frú mín, sagði túlkurinn við
mig. Samkvæmt afgönskum lögum má enginn fara yfir landa-
mærin, sem verður uppvís að því að skulda i landinu. —
Svo tók hann kvittunina og lagði hana með öðrum skjöl-
um máls míns.
* *
*
Hinn 4. marz 1928 var síðasti dagurinn minn í Kabul.
Um morguninn þegar ég vaknaði réði ég mér ekki fyrir
gleði, stökk fram úr rúminu og tíndi í flýti saman þá fau
muni, sem ég átti eftir í herberginu. Kl. 6 um morguninn
kom »festarmaður« minn og aðrir þýzkir vinir mínir að sækja
mig. Við fórum til »Dakum«, þar sem þýzk-afganska verzl-
unarfélagið hefur bækistöð sína, og snæddum þar morgun-
verð að skilnaði. Þar kvaddi ég vini mína, sem höfðu hjálpað
mér á allar lundir í þrengingum mínum, enda þótt ég væn
ekki samlandi þeirra.
Nú hvein í bifreið fyrir utan húsið. Við stýrið sat túrban-
skrýddur Indverji, sem tók á móti mér með hughreystandi
brosi. Ég settist við hlið honum.
— ]æja, verið óhrædd! Þetta gengur alt saman vel! Og
svo var kallast á kveðjum.