Eimreiðin - 01.01.1930, Qupperneq 121
EIMRKIÐIN
RITSJÁ
101
er því ei aö vænta, að með ritum hans hafi borist nýir straumar inn í
'slenzhar bókmentir. Flest skáldverk hans eiga rætur sínar í fortíÖinni,
eöa eru reist á landamerkjum hins gamla og nýja tíma. Vegur Guð-
urundar er mestur þar sem hann lýsir fólki, sem búið hefur við hinn
harðasta kost í landi voru — fólki, sem stöðugt varð að tefla á tvær
hættur í baráltu fyrir tilveru sinni og manndómi — fólki, sem þrátt fyrir
raunir og harðrétti, hörfaði ekki áf hólmi né brást dygð sinni og skyld-
Um f lífinu.
Kveðlingar bera öll hin sömu einkenni og fyrri kvæðabækur skálds-
lns- Ljóðrænir töfrar og syngjandi lipurð er það, sem einkum vantar í
s^áldskap Guðmundar. Þó eru til eftir hann kvæði, þar sem fer saman
sPakIeg hugsun, djúpúðug tilfinning og einfalt, yndislegt mál. En í hinum
Lngerðustu kvæðum hendir hann það oft að seilast einhversstaðar til
0rða, sem draga úr áhrifum Ijóðsins og falla ekki að efninu. Kemur
þetta einnig fram í þessari bók t. d. í Jólanæturkvæði og jaínvel Móður-
,n‘nning, sem víðast hvar eru snildarlega kveðin — og efnið borið af
þungum straumi heitra tilfinninga. Guðmundur nýtur orðlistar sinnar
'ung-bezt í dýrum háttum, þar sem hann lýsir einkennilegum og stór-
fGdum persónum. Þar rennur skáldelfur hans með stríðum straumi og
^ssfalli. Erlingur Skjálgsson er eitt af þesskonar kvæðum skáldsins, til-
þrifamikið og glæsilegt að orðfæri, en ekki eins fast í byggingu og vera
mætti. Völundur smiður er ágætt kvæði að allri gerð. I^veðandin er
þrungin málmhljómi, en sigurglott og kuldahlátur örkumlamannsins, sem
Svalað hefur til fulls hefndarþorstanum gegn skaðamanni sínum, setur
e'ukennilegan hörkusvip á alt kvæðið. Eftirmæli eru allmörg í bókinni.
^ru sum þeirra góð og önnur ágæt. Meðal þeirra er Sigurður í Bald-
Ursheuni og Einar í Skógum, ferjumaður við Fnjóská. Þá hefur Guð-
mUndur ort ágætt ferhendu-kvæði um systur sína látna, þar sem hann
dregur upp fagrar myndir af leik og starfi þeirra systkinanna í æsku.
Lnnfremur er í bókinni kvæði um móðursystur skáldsins. í því eru
þessar vísur, og stinga þær allmikið í stúf við firru þeirra manna, sem
hulda þv; fram, að Guðmundur Iíti ekki annað réttu auga en það, sem
•ilheyrir elli og afturhaldi.
Ef framtíðin starfar með hagvirkri hönd
og huga, sem skyldunni ei gleymir,
þá lifnar í kolum, sem enginn veit af;
frá eldi þeim lífmagnan streymir.