Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1930, Side 124

Eimreiðin - 01.01.1930, Side 124
104 RITSJÁ eimreiðin afriði manna og guðshugmynd, þá er enn eklii svo langt komið, að slík* verki smekklega á Iesandann. — Ekki er trútt um, að manni finnist það stinga í stúf við hina frjálsu hugsun höf., er hann kemur fram sem sann- trúaður pólitískur flokksmaður. Jafnaöarmannaflokkurinn þarf væntanlega ekki síður ýmsra leiðréttinga við en aörir. — H. K. L. er mjög sýnt um að hitta á það hlutræna í hverju efni og að haga svo orðum sínum, að menn taki eftir. — Það stendur nú yfir vorræsting í íslenzku þjóð- lífi, þá þarf mörgu að víkja úr skorðum og margt að skoöa frá öðrum hliöum en vant er. Á slíkum tímum eru rithöfundar eins og H. K. L. á margan hátt gagnlegir. Hinu má og vel búast við, að hann eigi eftir að skrifa margt, sem eigi aðeins hafi varanlegt bókmentagildi, heldur líka leiði menn til að skoða í nýju ljósi það, sem hann hefur þegar ritað. H. J- Kvistmann Guðmundsson: LIVETS MORQEN. Roman. Oslo 1929. (H. Aschehoug & Co.). Saga þessi gerist á íslandi, eins og hinar fyrri sögur höfundarins. Það er þriðja skáldsagan hans á þremur árum. Brudekjolen kom ut 1927, og bar þess órækan vott, þrátt fyrir nokkrar misfellur, að K. G- er gæddur rithöfundarhæfileikum meira en að nafninu. Sumir kaflar þeirrar bókar voru prýðisvel ritaðir, eins og bent var á hér í Eimr. (L h. 1928). í fyrra kom út sagan Armann og Vildis, en þá bók hef ég ekki séð. Nú er þessi þriðja skáldsaga hans fyrir skömmu komin a markaðinn. Halldór Bessason, ungur og glæsilegur Norðlendingur, flýr sveitina sína eftir vonbrigði í ástamálum og sezt að á Suðurlandi, kynnist þar ungri bóndadóttur, Salvöru, sem tekur hann fram yfir alla aðra unga menn í sveitinni, og lifa þau saman í frjálsum ástum um það Ieyti sem sagan hefst. Það er á þeim árum sem lýsiskolur og kvöldlestrar, útrsði á opnum bátum og lánaviðskifti á danska selstöðuverzlana vísu er enn > fullum blóma hér á landi. Halldór er formaður á vertíðinni, ötulastur og ófyrirleitnastur sjósóknari í öllu hverfinu, en líka karlmenni og kunnáttu- maður í viðureigninni við Ægi. Hann og menn hans Ienda í sjóhrakn- ingum miklum, en á meðan leitar faktorinn í þorpinu ráðahags við Sal- vöru. Halldór og menn hans ná Ioks landi langt frá heimilum sínum og sitja veðurteptir í tuttugu sólarhringa á bæ einum. Þar kynnist Halldor ungri stúlku, Maríu að nafni, sem minnir hann á Ingilín, fyrsíu stúlkuna, er hann unni, en fékk ekki, af því æskuvinur hans og félagi varð honum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.