Eimreiðin - 01.01.1930, Qupperneq 124
104
RITSJÁ
eimreiðin
afriði manna og guðshugmynd, þá er enn eklii svo langt komið, að slík*
verki smekklega á Iesandann. — Ekki er trútt um, að manni finnist það
stinga í stúf við hina frjálsu hugsun höf., er hann kemur fram sem sann-
trúaður pólitískur flokksmaður. Jafnaöarmannaflokkurinn þarf væntanlega
ekki síður ýmsra leiðréttinga við en aörir. — H. K. L. er mjög sýnt
um að hitta á það hlutræna í hverju efni og að haga svo orðum sínum,
að menn taki eftir. — Það stendur nú yfir vorræsting í íslenzku þjóð-
lífi, þá þarf mörgu að víkja úr skorðum og margt að skoöa frá öðrum
hliöum en vant er. Á slíkum tímum eru rithöfundar eins og H. K. L. á
margan hátt gagnlegir. Hinu má og vel búast við, að hann eigi eftir
að skrifa margt, sem eigi aðeins hafi varanlegt bókmentagildi, heldur
líka leiði menn til að skoða í nýju ljósi það, sem hann hefur þegar
ritað. H. J-
Kvistmann Guðmundsson: LIVETS MORQEN. Roman. Oslo 1929.
(H. Aschehoug & Co.).
Saga þessi gerist á íslandi, eins og hinar fyrri sögur höfundarins.
Það er þriðja skáldsagan hans á þremur árum. Brudekjolen kom ut
1927, og bar þess órækan vott, þrátt fyrir nokkrar misfellur, að K. G-
er gæddur rithöfundarhæfileikum meira en að nafninu. Sumir kaflar
þeirrar bókar voru prýðisvel ritaðir, eins og bent var á hér í Eimr. (L
h. 1928). í fyrra kom út sagan Armann og Vildis, en þá bók hef ég
ekki séð. Nú er þessi þriðja skáldsaga hans fyrir skömmu komin a
markaðinn.
Halldór Bessason, ungur og glæsilegur Norðlendingur, flýr sveitina
sína eftir vonbrigði í ástamálum og sezt að á Suðurlandi, kynnist þar
ungri bóndadóttur, Salvöru, sem tekur hann fram yfir alla aðra unga
menn í sveitinni, og lifa þau saman í frjálsum ástum um það Ieyti sem
sagan hefst. Það er á þeim árum sem lýsiskolur og kvöldlestrar, útrsði
á opnum bátum og lánaviðskifti á danska selstöðuverzlana vísu er enn >
fullum blóma hér á landi. Halldór er formaður á vertíðinni, ötulastur og
ófyrirleitnastur sjósóknari í öllu hverfinu, en líka karlmenni og kunnáttu-
maður í viðureigninni við Ægi. Hann og menn hans Ienda í sjóhrakn-
ingum miklum, en á meðan leitar faktorinn í þorpinu ráðahags við Sal-
vöru. Halldór og menn hans ná Ioks landi langt frá heimilum sínum og
sitja veðurteptir í tuttugu sólarhringa á bæ einum. Þar kynnist Halldor
ungri stúlku, Maríu að nafni, sem minnir hann á Ingilín, fyrsíu stúlkuna,
er hann unni, en fékk ekki, af því æskuvinur hans og félagi varð honum