Eimreiðin - 01.07.1931, Page 52
252
DRAUMUR
eimreiðin
Ég er á gangi eftir þjóðvegi í för með tveim fullorðnum
konum — ég sé ekki í draumnum hverjar það eru. Veginn
sé ég aftur á móti mjög greinilega. Hann liggur meðfram
firðinum fyrir utan smábæinn í Danmörku. Þetta er í rökkr-
inu, og ég hef það á meðvitundinni, að búið sé að kveikja á
vitanum úti á oddanum, en ég sé ekki það, sem er á hlið
við mig, renni aðeins grun í það í hálfbirtu draumsins. Engið
öðru megin við mig er alt þakið hvítum varablómum, en
undirgróðurinn er þétt, lágvaxið gras. En til hinnar handar
gjálpar vatnið undur þýtt og róleaa við fjörusteinana. Föl,
silfurlit birta leikur um himininn úti við sjóndeildarhringinn,
á vatninu og neðan skýjanna.
Eg á von á einhverju — á einhverju, sem ég veit ekki
hvað er. En ég er sæl, innilega sæl og kyrlát — eins og
loftið, sem ég anda að mér, sé hamingjan sjálf.
Svo mætum við einhverjum. Báðar konurnar halda áfram
með öðru fólki eftir veginum — og hverfa út úr draumnum.
Annar þeirra, sem við mættum, hefur staðnæmst fyrir aftan
mig. Og ég stend einnig kyr. Ég veit ekki í draumnum hver
hann er — enginn ákveðinn, sem ég hef nokkurn tíma þekt
— en einhver, sem ég hef átt von á.
Hann leggur hendurnar um háls mér aftan frá og sveigir
mig að sér, unz ég sný andlitinu upp, svo að ég get séð
framan í hann. — En ég man, að ég sá aldrei andlit hans
— ég held, að hann hafi horfið í sama vetfangi.
En ég man alt af, hve ákaflega ljóst mér var, að ég væri
til. Að líkindum hafði ég aldrei áður verið mér þess með-
vitandi, að ég væri sérstök vera, aðgreind frá heiminum um-
hverfis mig og frá öðrum mönnutn. Meðvitundin um þetta var
svo skyndileg og voldug, að ég hrökk upp.
Ég var barn, þegar mig dreymdi þenna draum. Ég var
barn eftir það — lengi eftir það. Og þó — hve mikið af
ástarinnar takmarkalausu veröld, af öllu því sem ávalt er nýtt
hvert sinn er það skeður og hverjum sem lifir það í fyrsta
sinn, hve mikið af öllu þessu vitraðist mér í þessum draumi?
En þá var ég barn. Það var annar draumur, sem á þeim
árum hafði miklu sterkari áhrif á mig.