Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 52
252 DRAUMUR eimreiðin Ég er á gangi eftir þjóðvegi í för með tveim fullorðnum konum — ég sé ekki í draumnum hverjar það eru. Veginn sé ég aftur á móti mjög greinilega. Hann liggur meðfram firðinum fyrir utan smábæinn í Danmörku. Þetta er í rökkr- inu, og ég hef það á meðvitundinni, að búið sé að kveikja á vitanum úti á oddanum, en ég sé ekki það, sem er á hlið við mig, renni aðeins grun í það í hálfbirtu draumsins. Engið öðru megin við mig er alt þakið hvítum varablómum, en undirgróðurinn er þétt, lágvaxið gras. En til hinnar handar gjálpar vatnið undur þýtt og róleaa við fjörusteinana. Föl, silfurlit birta leikur um himininn úti við sjóndeildarhringinn, á vatninu og neðan skýjanna. Eg á von á einhverju — á einhverju, sem ég veit ekki hvað er. En ég er sæl, innilega sæl og kyrlát — eins og loftið, sem ég anda að mér, sé hamingjan sjálf. Svo mætum við einhverjum. Báðar konurnar halda áfram með öðru fólki eftir veginum — og hverfa út úr draumnum. Annar þeirra, sem við mættum, hefur staðnæmst fyrir aftan mig. Og ég stend einnig kyr. Ég veit ekki í draumnum hver hann er — enginn ákveðinn, sem ég hef nokkurn tíma þekt — en einhver, sem ég hef átt von á. Hann leggur hendurnar um háls mér aftan frá og sveigir mig að sér, unz ég sný andlitinu upp, svo að ég get séð framan í hann. — En ég man, að ég sá aldrei andlit hans — ég held, að hann hafi horfið í sama vetfangi. En ég man alt af, hve ákaflega ljóst mér var, að ég væri til. Að líkindum hafði ég aldrei áður verið mér þess með- vitandi, að ég væri sérstök vera, aðgreind frá heiminum um- hverfis mig og frá öðrum mönnutn. Meðvitundin um þetta var svo skyndileg og voldug, að ég hrökk upp. Ég var barn, þegar mig dreymdi þenna draum. Ég var barn eftir það — lengi eftir það. Og þó — hve mikið af ástarinnar takmarkalausu veröld, af öllu því sem ávalt er nýtt hvert sinn er það skeður og hverjum sem lifir það í fyrsta sinn, hve mikið af öllu þessu vitraðist mér í þessum draumi? En þá var ég barn. Það var annar draumur, sem á þeim árum hafði miklu sterkari áhrif á mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.