Eimreiðin - 01.07.1931, Síða 86
286
TOLSTOJ 00 KREUTZER-SÓNATAN
eimreiðin
sfytt. Sfead hafði UveðiÖ fast að orði um það, hvílík óhæfa væri að
banna nýjustu bók jafngöfugs siðgæðispostula og snillings eins og Tolsto)
væri. „I Tolstoj er sameinuð snild Shakespeares og siðgöfgi hinna he-
bresku sjáara“ — hafði franska skáldið Flaubert sagt um Tolstoj, og nu
hugðist Stead að færa heiminum sönnun fyrir réttmæti þeirra ummselat
með því að birta söguna. En Stead mætti ófyrirsjáanlegum örðugleikum.
Newnes, sem þá átti tímaritið „Review of Reviews" að mestu, hélt þvl
fram, að ástæður rússnesku ritskoðaranna fyrir banninu væru réttmætar
og tók þvert fyrir, að sagan yrði birt í tímaritinu, jafnvel þótt felt yrð>
úr henni og hún stytt. Stead brá sér til eins vinar síns og fékk Iánað
hjá honum nægilega mikið fé til þess að geta keypt „Review of Review6
af Newnes. Þannig komst sagan til enskumælandi lesenda og þannig at-
vikaðist það, að Stead varð einn eigandi að tímariti því, sem hann
hafði stofnað og sfðan stjórnað með svo mikilli prýði.
Stead ritaði fróðlegan formála fyrir sögunni og skýrir þar meðal
annars frá því, að Tolstoj hafi verið búinn að lúka henni árið 1888, en
ekki verið ánægður með hana. Tolstoj samdi hana því upp að nýju oS
lét hreinskrifa hana oftar en einu sinni. Hann var fram úr hófi vand-
látur við sjálfan sig. Sumar sögur sínar lét hann hreinskrifa upp hvað
eftir annað og breytti þeim meira og minna í hvert skifti. Þannig hrein-
ritaði kona hans bókina „Líf“ sextán sinnum upp aftur frá upphafi til
enda, áður en Tolstoj væri ánægður með bókina og léti prenta.
Enda þótt Sfead yrði til að birta „Kreutzer-sónötuna" fyrstur á ensku,
var hann þó ekki allskostar ánægður með efni hennar. Það er nógu
gaman að kynnast því, hvernig þessi mikilhæfi maður leit á þær kenn-
ingar, sem Tolstoj er að boða í sögunni. Stead segir í formálanum-
Þegar ég fékk þýðinguna að Kreutzer-sónötunni frá St. Pétursborg °S
hafði lesið handritið, skildi ég hversvegna sagan hafði verið bannfærð,
og ég skildi þá líka það, sem ég hafði ekki komið auga á áður,
þótt Tolstoj greifi sé að vissu leyti allra hreinlífismanna mestur, er hann
ekki vestrænn í anda, heldur er heimspeki hans, hugsjónir og Þr^r
austræns eðlis. Hugsanaþráðurinn í Kreufzer-sónötunni er fremur af
Buddhatrúarlegum en kristnum toga spunninn. Tolstoj þráir ekki eins
mikið komu guðs ríkis hér á jörðu eins og hann þráir algleymi (Nir-
vana) í öðrum heimi. Hann gleðst af því, að þegar mannkynið læri að
sigrast á ástríðum sínum, þá muni það deyja út.----------------Ég var ei**
sinn á ferð minni í Rússlandi að skýra manni einum, sem þekti Tolstoi
vel, frá skoðunum greifans á ástinni. Maðurinn sagði blátt áfrarn ekki
annað en þefta: „En greifinn hefur aldrei verið ástfanginn. Hann velt
ekki hvað ást er“. Mér fanst þá, að þetta væru þung orð, en effir
hafa lesið Iýsingu Tolstojs í „Kreutzer-sónötunni" á hjónabandinu, Þa
held ég helzt, að maðurinn hafi haft rétt fyrir sér............Sagan er
hræðilega skýr lýsing á þeim örlögum, sem þeir menn skapa sér, er
hafa hjónabandið að skálkaskjólí til þess eins að láta eftir girndum sin'
um. Síðari hluti sögunnar er lýsing á sálarlífi slíkra, rituð af ágætas|a