Eimreiðin - 01.10.1937, Qupperneq 11
ElMnEIÐIN
Miklabæjar-Sólveig.
Eftir Böðv'ar frá Hnífsdal.
[Sögnina uin Miklabæjar-Sólveigu, sem fórst með voveiflegum liætti 11.
april 1778 og átti síðan að hafa valdið hvarfi séra Odds á Miklabæ, liekkja
a'lir íslendingar. Einar skáld Benediktsson hefur ort um hvarf séra Odds
áhrifamikið kvæði. Og nú hefur eitt af yngri skáldunum — Böðvar frá
Hnífsdal — samið leikrit um Sólveigu, sem er skrifað skömrnu áður en
hrin hennar eru grafin upp (eftir að liafa legið nál. 160 ár i moldu, lengst
af utan kirkjugarðs) og jarðsungin að venjulegum liætti í kirkjugarðinum
að Glaumhæ. En ]iessi athöfn var framkvæmd af sóknarprestinum á
Hikiabæ 11. júlí í sumar (sjá Morgunn 1937, bls. 222—238). Leikrit
Böðvars frá Hnífsdal er i 4 þáttum og sá siðasti tviskiftur. Hér hirtist
fyrsti liátturinn, en framliald verður i næsta hefti. Ritstj.]
FYRSTI ÞÁTTUR.
(RaSstofa aö Miklabœ. Þórunn, gömul kona, situr <í rúmi sinu og spinn-
Hr. GuSlaug, ung vinnukona, kemur upp um loftsgatið, sezt á rúm, and-
sP*nis Þórunni, og stoppar i soi;ka.)
Guðlaug: Nú fáum við kannske að smakka hátíðamat í
kvöld. — Sólveig er frammi í eldhúsi að sjóða hangikjöt.
Þórunn: Hvað stendur til?
Guðlaug: Presturinn kemur heini í dag — og hann sagðist
luyndi koma með gest.
Þórunn: O, — hvað segirðu mér, heillin góð? Með gest frá
Goðdölum? Ekki vænti ég, að það sé sjálfur séra Jón?
Guðlaug: Nei, — ekki séra Jón sjálfur heldur dóttir hans.
Þórunn: Jómfrú Guðrún! Nú! Veiztu hvert hún er að fara?
Guðlaug: Ætli hún fari noklcuð lengra.
^órunn linar á rokknum og horfir spyrjandi á Guðlaugu.
^uðlaug (hjtur áfram og lækkar róminn): — Það er sagt, að
hún eigi að verða ráðskona hér á Miklabæ.
Þórunn: Nú! —• -— — En Sólveig?
Buðlaug: Ég veit ekki. — Heyrst hefur, að hún verði hér
dfrani — sem vinnukona.
Þórunn: Ætli Sólveig hafi skap til þess að vera undir aðra
§efin á því heimili, sem hún hefur stjórnað sjálf i mörg ár?