Eimreiðin - 01.10.1937, Page 17
KIMHEIDIN
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
3(il
rnargir hér um slóðir, sem taka honum iram i búhygni —
þó hann sé mér skyldur.
Sólveig: Hann er dugnaðarforkur.
Þórunn: í minu ungdæmi hefði sú kona þózt vel gift, er
fengi slíkan mann. (Stcndnr upp og gengur fram að lofts-
gatinu.)
Sólveig: Konur spyrja að fleiru en fjármensku og búhygni.
IJórunn (neðan úr stiganum): — Satt er það. Þær spyrja
nð mörgu, en þeir, sem eru ríkir af spurnum, eru oft fátækir
af svörum.
Jón Steingrimsson (mætir Þórunni í stiganum): — Þú ert
nð með spakmælin, frænka. — Hún Guðlaug biður þig að
finna sig fram í eldhús.
Þórunn: Nú? — Jæja, ég ætlaði ofan hvort sem var. (Fer.)
Jón Steingrímsson (kemur upp): Hér situr þú, Sólveig.
Sólveig: Já. — Sástu annars nokkuð til mannaferða?
Jón Steingrimsson: O, nei. Ekki sá ég það, — og var ég þó
að svipast um eftir þeim.
Sólveig: Mér þykir prestinum seinka.
Jón Steingrímsson: Hann hefur kannske tafist einhvers-
staðar á bæjunum. (Þögn.)
Jón Steingrimsson (gengur um gólf, vandræðalegur á svip):
Sólveig! Hvert heldurðu þú myndir fara, ef . ..
Sólveig (grípur fram i): — Ef hvað?
Jón Steingrímsson: Ja, — ja, — já, ég meina, ef þú færir
héðan frá Miklabæ?
Sólveig: Það stendur ekki til, að ég fari héðan.
Jón Steingrímsson: Nei, — ekki nema, — ef — ef einhver
breyting yrði hér á.
Sólveig: Hefurðu heyrt um einhverja breytingu, sem myndi
valda því, að ég færi burtu?
Jón Steingrimsson: Nei, nei. — Það var ekki svoleiðis meint.
En ég er sjálfur að hugsa um að fara héðan í vor.
Sólveig: Ekki þarf ég að fara fyrir því, — enda er ég búin að
ráða mig hér fyrir næsta ár. Annars skil ég ekkert í, hvers-
Vegna þú vilt ekki vera hér áfram. Prestinum líkar ágætlega
við þig. Hann segist aldrei hafa haft annan eins ráðsmann. —
Líkar þér illa vistin?