Eimreiðin - 01.10.1937, Síða 21
eimreiðin
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
365
Jón Steingrimsson: Fer hann hart yfir landið?
Guðlaug: Eins og hesturinn kemst, sýnist mér.
Þórimn: Og hann kemur einn.
Guðlaug: Já, það eru engir með honum, þótt ótrúlegt sé. —
En hvernig vissir þú það? Varstu kannske úti?
Þórunn: O, nei. — Ég hef setið hérna á rúminu mínu . ..
Guðlaug (grípur fram í): . .. og séð til prestsins?
Þórunn: Það sagði ég ekki, -— en hitt er það, að fylgjurnar
eru vanar að koma á undan.
Sr. Oddur (kemur upp með svipu í hendi): Sælt veri fólkið!
Þórunn: Sæll veri presturinn.
Sr. Oddur: Eg hef riðið hart. (Við Jón S.): Brúnn er sveitt-
ur. Það þarf strax að láta hann inn. (Jón Steingrímsson fer
Þegjandi.)
Þórunn: Segir presturinn nokkur tíðindi?
Sr. Oddur: O, nei. Ekkert öðru nýrra. Hvar er Sólveig?
Guðlaug: Hún er að mjólka.
Sr. Oddur: Nú! — Hérna, Guðlaug, þú getur náð mér i súr-
Möndu að drekka.
Guðlaug: Já. — (Fer fram í loftsgatið.) — Á ég að koma
nieð hana hingað upp?
Sr. Oddur: Já. — Nei, það er annars bezt ég komi niður.
(Fer á eftir hcnni.)
Þórunn (við sjálfa sig): — Spar er hann á fréttirnar.
Jón Steingrímsson (kemur upp með hnakktösku i hend-
inni); — Hvar er presturinn?
Þórunn: Hann fór að fá sér að drekka.
Jón Steingrimsson: Brennivínsþorsti! — (Hampar hnakk-
töskunni.) ■— Hann hefur látið hann fá ríflega á ferðapelann,
tengdafaðirinn tilvonandi.
Þórunn: Það er hofmanna siður.
Jón Steingrímsson: Jæja, það er bezt ég fari ineð hana til
hans. (Fer.)
Þórunn heldur áfram að spinna og raular við rolckinn:
Vant er að stilla víni i hóf,
veit ég dæmin sanna.
Þannig margur gröf sér gróf, —
gildra dánumanna.