Eimreiðin - 01.10.1937, Síða 22
3GG
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
EIMREIÐINr
Sólveig (kemur upp): Hvað ertu nú að kveða, Þórunn mín?
Þórunn: O, ég raula bara si sona við rokkinn.
Sólveig: Eg sendi hann Árna með föturnar fram í búr. Viltu
ekki fara fram og fá þcr mjólk að drekka, meðan hún er volg?
Þórunn (stendur upp): — Altaf ert þú eins með atlætið mér
til handa. (Fer.)
Sólveig tekur af scr flíkurnar, sem liún hafði í fjósinu, og
lagar sig til.
Sr. Oddur (kemur upp): — Sæl vertu, Sólveig!
Sólveig (glaðnar á svip og gengur til hans): — Nei, ertu
kominn!
Sr. Oddur: Ég kom rétt áðan. Þú varst þá úti í fjósi.
Sólveig: Og hvar eru gestirnir?
Sr. Oddur: Ég kom einn.
Sólveig: Þú haðst mig þó að hafa til mat handa gestum,
þegar þú kæmir.
Sr. Oddur: Fyrirætlanir mínar breyttust.
Sólveig: Og ég, sem var búin að sjóða hangikjöt — og hafa
alt til.
Sr. Oddur: Gefðu heimilisfólkinu hangikjötið. Það sannast
þá hér sem oftar máltækið: — Oft njóta hjú góðra gesta.
Sótveig: Sem áttu að koma, en komu ekki.
Sr. Oddur (tekur upp flösku): — Geturðu náð í staup?
Sólveig: Já.
Sr. Oddur (kallar á eftir hcnni): — Hafðu þau tvö.
Sólveig: Já. — (Fer.)
Sr. Oddur (gengur um gólf og tatar við sjálfan sig): — Nú
er annaðhvort að hrökkva eða stökkva. — Það er ekki um það
að tala, ég verð að segja henni það, hvað sem það kostar.
Sólveig (kemur með staupin): — Gjörðu svo vel.
Sr. Oddur (telcur annað þcirra, hellir í bæði): — Skál,
Sólveig!
Sólveig: Skál! — — (Þau drekka.)...
Sr. Oddur (hellir aftur i staupin): — Þessi skál var drukkin
þér til heiðurs, Sólveig, í þakklætisskyni fyrir alt, sem þú hefur
fyrir mig gert sem — — sem ráðskona á mínu heimili.
Sólveig: Sem ráðskona!?
Sr. Oddur (heldur áfram að fglla glösin og skála við hana):