Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 29
EIMREIÐIN
ÞRÍR MEGINÞÆTTIR
373
ég hér að framan kallað kjarna trúarinnar; í öðru lagi, að
enginn maður, sem trúir á megingildi kjarna trúarinnar,
í þeim skilningi, sem skilgreindur var hér að framan, fyrir
heiniinn á vorum dögum, og á nauðsyn ákveðins slcipu-
^ags trúarbragðanna, til þess að þau haíi áhrif á samlíf
nianna, þarf að snúa baki við trúarflokkum og þar með
beita persónulegum áhrifum sínum til þess að hindra út-
breiðslu meginhugsjóna trúarinnar, því að í Ameríku að
niinsta kosti getur hann auðveldlega fundið trúarflokka, sem
ekki heimta neitt annað af áhangendum sínum en trúna á
áðurnefndar hugsjónir og heiðarlega viðleitni til að lifa í
samræmi við þær; í þriðja lagi, að mikill liluti af óeigin-
gjörnu, mannúðlegu og framsýnu starfi heimsins á í dag
aðalupptök sín í kristnum kirkjum. Mín skoðun er sú, að um
níutíu og íimm hundraðshlutar af því hafl komið og komi
heint eða óbeint frá áhrifum skipulagðrar trúarstarfsemi í
Eandaríkjunum. Mín skoðun er sú, að ef burtu væru tekin
ahrif amerískra kirkna í þá átt að styðja þjóðfélagslega hollar
°g framsýnar hreyfingar og glæða samvizkusamlegt og óeigin-
gjarnt líferni í öllum efnum, þá mundi lýðræði vort á fáum
árum verða svo spilt, að það gæti ekki haldist. Þessi tvö
síðustu atriði eru þó aðeins persónulegt álit mitt, sem ég
§et ekki sannað, að sé rétt. Sumir verða mér eflaust ósam-
naála um þau.
Ef vér nú lítum á áhrif trúarinnar í framtíðinni, þá lief
ég liér að framan talið, að kjarninn í fagnaðarerindi Jesú
vneri hin gullvæga regla, sem í víðum skilningi merkir það,
að ábyrgðartilfinning einstaklingsins fyrir almenningsheill nái
þi'oska. Sjálf menningin er, þegar til róta er rakið, fyrst og
E'ernst undir þessu komin. Breytingin frá einstaklingslífi
(týrsins til félagslífs siðaðra manna, sérstaklega í heimi vís-
indanna, þar sem liíið verður æ margþættara eftir því sem
''ísindaleg menning vor tekur meiri framförum, verður ber-
sýnilega ógerningur, nema einstaklingurinn læri yfirleitt
meir og meir að meta hagsmuni félagslífsins meira en hvatir
sínar og eiginhagsmuni. Ástæðan til þess, að Vesturlöndin,
Sern að dómi vor Vesturlandabúa liafa haft forustuna í þró-
Un menningarinnar, gerðn kristindóminn að trúarbrögðum