Eimreiðin - 01.10.1937, Page 65
eimreiðin
ÖGMUNDUR FIÐLA
■109
Þá snæðir Ögmundur gamli úr malpokanum, en að því búnu
legst hann til svefns niður á mosann.
Að kvöldi næsta dags kom hann til bygða. Það var kalt
um nóttina, og hann hafði sting undir öðru herðablaðinu.
Hann staulaðist heim að fyrsta bænum, sem varð á leið hans,
°g bað um gistingu.
Hann lagðist fárveikur og lá í rúminu í marga daga, hafði
°ráð og talaði mikið um ýmsa undarlega hluti, sem fólkið á
bænum gat ekki skilið. Svo vaknaði hann eitt kvöldið og
spurði hvar hann væri staddur.
Hann var mjög máttfarinn og mókti lengi mitt á milli
svefns og vöku og skifti sér lítið af þvi, sem fram fór í kring-
u® hann, en gætti þess vandlega að enginn færi að dunda
V]ð fiðluna, því hún var helgur gripur. — Fólkið á þessum
°kunna bæ var gestrisið og vingjarnlegt. Ögmundur gamli
hafði ekki fyr fengið ráð og rænu en það spurði, hvar hann
®Hi sveit. Svo kinkaði það kolli og talaði sín á milli í hálf-
11111 hljóðum og veitli sjúklingnum eins góða aðhlynningu og
honum hæfði.
En það átti bágt með að fyrirgefa Ögmundi gamla að hann
sk>rldi vera með þetta útlenda hljóðfæri, því það stýrir
uldrei góðri lukku að þykjast eitthvað fínni en annað fólk.
Auk þess þótti hann óþarl'lega skrautlegur í klæðaburði, og
°inn sunnudagsmorgun veitti hann því athygli, að húsbónd-
nin var kominn í spariflíkurnar hans og i þann veginn að
*e§8ja af stað til kirkjunnar.
Hgmundur gamli reis upp í rúminu sínu og mótmælti
fcessu tiltæki.
' Láttu fötin min vera, sagði hann.
• Fötin þín, endurtók húsbóndinn með þjósti. Þú ættir
uð liggja lengur á mínu beimili og éta mat á minu heimili
láta stjana undir þig á minu heimili, til að sjá sóma þinn
1 Því að gera ekki rex út af garmaskröttunum þinum!
Að svo mæltu reið hann til kirkju.
Ln Ögmundur gamli vildi ólmur fara á fætur og heimtaði
Litin sin eins og rellinn krakki. Seinast fékk hann bættar
staglaðar vaðmálsbuxur og mórauða úlpu. Svo kvaddi
ann husfreyjuna og hélt ferðinni áfram með tóman malinn