Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1937, Page 70

Eimreiðin - 01.10.1937, Page 70
414 NONNI ÁTTRÆÐUR EIMREIÐIN' sem þannig hafa aiið aldur sinn fjarri ættjörðu sinni og haldið hróðri hennar á lofti, er Jesúíta-presturinn síra Jón Sveinsson. Æfi þessa merkismanns, sem vafalaust mun vera einn hinna frægustu íslendinga bæði fyr og síðar, hefur verið svo viðburðarik og merkileg, að mér finst hlýða að geta hans að einhverju nú, er hann er i þann mund að byrja hinn ní- unda tug æfi sinnar. Ekki sízt fyrir þá sök, að ég varð fyi'ú' nokkrum vonbrigðum, er hans var hvergi að neinu getið, er hann varð 75 ára að aldri, fyrir finnn árum síðan. Eins og flestum mun kunnugt er síra Jón Sveinsson Norðlendingur að ætt og uppruna. Faðir hans, Sveinn Þórarinsson, var kominn af ætt þeirri, sem kend er við Hrólf hinn sterka Bjarnason frá Álfgeirsvöllum í Skagafirði, hinni svonefndu „Hrólfsætt“. Ætt þessi hefur verið rakin til Auðar hinnar djúpúðgu. Eru margir hinna beztu rnanna taldir til hennar, enda var Auður kynsæl rnjög, svo sem kunnugt er. Margir forfeður Svéins voru mikilmenni, svo sem Loftur hinn ríki Guttormsson, sem talinn var skáld gott. í móðurkyn átti Sveinn til góðra hagyrðinga og alþýðuskálda að telja. Hafa nokkur þeirra komist í tölu fremstu skálda, eins og' t. d. Kristján Jónsson. Voru þeir Sveinn systrasynir að frænd- semi. Minnist Sveinn Kristjáns nokkrum sinnum í dagbók- um1) sínum og harmar mjög örlög hans. — Sveinn var fæddur að Kýlakoti í Kelduhverfi hinn 17. marz 1821. Ólst hann þar upp þar til hann réðist til Húsavíkur og gerðist þar verzlun- armaður. Þar dvaldi hann nokkur ár, unz hann gerist skrifari hjá Pétri amtmanni Hafstein. Þeirri stöðu hélt hann sam- fleytt í 19 ár. Sveinn settist að á Möðruvöllum hjá amtmanni og dvelur þar til ársins 1863. Það ár er hann settur konung- legur umboðsmaður yfir Möðruvelli og flyzt þá til Akureyrar. Sveinn var vel gefinn maður um margt og víðlesinn mjög. Rithönd hans var forkunnar fögur, og hann þótti ritfær manna hezt. Bera dagbækur hans ljósan vott um þetta livort- tveggja. Dagbækur hans ná yfir um 30 ára bil. Skrifaði hann í þær svo til á hverjum degi meðan kraftarnir leyfðu. Eru seinustu dagbókarblöðin dagsett hinn 10. júlí 1869, aðeins 6 dögum fyrir andlát hans. Fór svo mikið orð af vandvirkm 1) Handritasafn Bókmentafclagsins nr. 680 8vo.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.