Eimreiðin - 01.10.1937, Page 73
eimiieiðin
NONNI ÁTTRÆÐUR
417
á unga aldri. Þess var áöur getið, að Sveinn var alla æfi fé-
lítill maður og átti ávalt við mikla fjárhagsörðugleika að lnia.
Háði þetta honum svo mjög, að oft lá við örvinglan. Hagur
eftirlifandi konu hans stóð því ekki með miklum hlóma, ei
h»nn féll frá, þar sem hún stóð eftir hjálparvana með fimm
börn sin, öll í ómegð. Af börnum þeim, er á lífi voru, var
Nonni næstelstur. Hann var fæddur hinn 16. dag nóvem-
bermánaðar 1857 að Möðruvöllum í Hörgárdal. Þess má geta
nærri, að Sveinn minnist þessa merkisatburðar allítarlega í
öagbókum sínum. Segir hann að Nonni sé mjög efnilegur,
að allar grannkonur fýsi mjög að sjá hann. Korna þæi
H Það hefur reynst ókleift að komast yfir mynd af Sveini foður
k'onna. I dagbókum sínum segir hann frá þvi, að Arngrimur Gislason
niálari hafi málað af sér vangamynd (profil), og hafi hún „lukkast agæt-
loga. hessi mynd mun því miður vera glötuð, að minsta kosti hefur lwergi
tckist að finna hana. Nokkru síðar segist hann hafa „setið fyrir“, en sú
Inynd hefur heldur ekki fundist.
27